Fréttayfirlit 27. júlí 2015

Tvær milljónir til Mið-Afríkulýðveldisins

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Mið-Afríkulýðveldinu en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð í landinu síðustu tvö ár. Neyðin verður sífellt meiri eftir að borgarastyrjöld braust út í landinu í byrjun árs 2013. Skelfileg mannréttindabrot og aukin útbreiðsla sjúkdóma eru fylgifiskar hina blóðugu átaka og verða börnin í landinu því miður verst úti.
Megin áhersla samtakanna er aðstoð við munaðarlaus og yfirgefin börn ásamt þeim börnum sem eru í hættu á að verða það en helstu þættir neyðaraðstoðarinnar eru matarúthlutun, barnavernd, menntun, heilbrigðisþjónusta, endurbætur á heimilum og bygging nýrra, sameining fjölskyldna og áfallahjálp ásamt annarri sérfræðiaðstoð. Þá er ekki óvanalegt í aðstæðum sem þessum að SOS Barnaþorpin taki að sér börn sem misst hafa foreldra sína og er engin breyting á því nú. Fjöldi barna hefur fengið nýtt heimili í SOS Barnaþorpum síðan átökin hófust.
Talið er að 2,7 milljónir manna í Mið-Afríkulýðveldinu vanti aðstoð, þar af 1,3 milljónir barna. Þá hefur tæp hálf milljón þurft að flýja heimili sín undanfarin tvö ár og óttast er að 15% barna undir 18 ára aldri þjáist af vannæringu. Mið-Afríkulýðveldið er eitt af ólýðræðislegustu ríkjum heims og í fyrra féllu þar yfir 5.000 manns í átökum.
Söfnun vegna neyðarinnar í Mið-Afríkulýðveldinu er hafin meðal styrktaraðila SOS á Íslandi og þá gefst hlaupurum í Reykjavíkurmarmaraþoni Íslandsbanka kostur á að hlaupa til styrktar málefninu. Einnig er hægt að styrkja neyðaraðstoðina með því að leggja inn á reikning SOS Barnaþorpanna á Íslandi: 334-26-52075, kt. 500289-2529 með skýringunni M-Afríka.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...