Fréttayfirlit 29. apríl 2015

Tombóla í Lýsuhólsskóla

Krakkarnir í Lýsuhólsskóla stóðu fyrir tombólu á dögunum til styrktar SOS Barnaþorpunum. Í Lýsuhólsskóla eru nemendur í 1. til 10. bekk úr dreifbýli Snæfellsbæjar sunnan fjalla en skólinn er staðsettur í Staðarsveit.

Krakkarnir gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 46.000 krónum. SOS Barnaþorpin eru einstaklega þakklát fyrir framlagið, sér í lagi þegar tekið er tillit til fjölda barna í Lýsuhólsskóla en hann er svipaður og í einum grunnskólabekk á höfuðborgarsvæðinu.

Kærar þakkir!

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...