Fréttayfirlit 1. september 2015

Tombóla á Menningarnótt

Á Menningarnótt tóku bræðurnir Benedikt og Bjartur sig til og héldu tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum en þetta er í fimmta skipti sem þeir halda slíka fjáröflun á Menningarnótt. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess. Þeir ákváðu því að láta ágóðann renna sérstaklega til barnaþorpsins sem Asif býr í.

Með smávægilegri hjálp foreldra sinna undirbjuggu Benedikt og Bjartur tombóluna og stóðu svo við söluborð sitt á horni Skólavörðustígs og Eiríksgötu. Benedikt sem er 8 ára og Bjartur sem er 6 ára seldu grimmt og söfnuðu hvorki meira né minna en 20.000 krónum. 

SOS Barnaþorpin þakka bræðrunum kærlega fyrir stuðninginn!

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...