Tombóla á Menningarnótt
Á Menningarnótt tók Benedikt Þórisson sig til og hélt tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum. Þetta er í sjöunda skipti sem Benedikt heldur fjáröflun á Menningarnótt en áður hefur yngri bróðir hans, Bjartur, verið með. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess og rennur ágóðinn til barnaþorpsins sem Asif býr í.
Benedikt safnaði 8.200 krónum í ár og þakka SOS Barnaþorpin honum kærlega fyrir stuðninginn!
Nýlegar fréttir
Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...
Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.