Fréttayfirlit 23. ágúst 2017

Tombóla á Menningarnótt

Á Menningarnótt tók Benedikt Þórisson sig til og hélt tombólu til styrktar SOS Barnaþorpunum. Þetta er í sjöunda skipti sem Benedikt heldur fjáröflun á Menningarnótt en áður hefur yngri bróðir hans, Bjartur, verið með. Þeir bræður, ásamt fjölskyldu sinni styrkja dreng sem heitir Asif Hussain og býr í SOS Barnaþorpinu í Dhaka í Bangladess og rennur ágóðinn til barnaþorpsins sem Asif býr í.

Benedikt safnaði 8.200 krónum í ár og þakka SOS Barnaþorpin honum kærlega fyrir stuðninginn! 

Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
12. sep. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
9. sep. 2023 Almennar fréttir

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...