Tilnefningar til Fjölskylduviðurkenningar SOS
SOS Barnaþorpin á Íslandi óska eftir tilnefningum til Fjölskylduviðurkenningar samtakanna sem verða afhent í maí næstkomandi.
Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.
Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna var afhent í fyrsta skipti á síðasta ári. Þá fékk Miðstöð foreldra og barna viðurkenninguna fyrir að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar ungbarna og foreldra þeirra.
Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á góðu starfi og ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.
Veist þú um aðila sem á viðurkenninguna skilið? Sendu okkur póst á ragnar@sos.is.
Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
Seinna SOS-blað ársins er komið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyrirkomulagi á dreifingu til styrktaraðila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...