Tilnefningar til Fjölskylduviðurkenningar SOS
SOS Barnaþorpin á Íslandi óska eftir tilnefningum til Fjölskylduviðurkenningar samtakanna sem verða afhent í maí næstkomandi.
Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.
Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna var afhent í fyrsta skipti á síðasta ári. Þá fékk Miðstöð foreldra og barna viðurkenninguna fyrir að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar ungbarna og foreldra þeirra.
Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á góðu starfi og ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.
Veist þú um aðila sem á viðurkenninguna skilið? Sendu okkur póst á ragnar@sos.is.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...