Tilnefningar til Fjölskylduviðurkenningar SOS
SOS Barnaþorpin á Íslandi óska eftir tilnefningum til Fjölskylduviðurkenningar samtakanna sem verða afhent í maí næstkomandi.
Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.
Þetta er í þriðja sinn sem Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna verður afhent. Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á góðu starfi og ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.
Veist þú um aðila sem á viðurkenninguna skilið? Sendu okkur póst á ragnar@sos.is.
Nýlegar fréttir
Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...
Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.