Fréttayfirlit 21. febrúar 2018

Tilnefningar til Fjölskylduviðurkenningar SOS

SOS Barnaþorpin á Íslandi óska eftir tilnefningum til Fjölskylduviðurkenningar samtakanna sem verða afhent í maí næstkomandi.

Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.

Þetta er í þriðja sinn sem Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna verður afhent. Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á góðu starfi og ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.

Veist þú um aðila sem á viðurkenninguna skilið? Sendu okkur póst á ragnar@sos.is.

Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
12. sep. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
9. sep. 2023 Almennar fréttir

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...