Þúsundir barna á vergangi í Palu í Indónesíu
Fulltrúar frá SOS Barnaþorpunum þurfa að öllum líkindum að bíða fram í næstu viku til að geta sett upp barnagæslu í borginni Palu á eyjunni Sulawesi í Indónesíu. Nærri 60 þúsund manns eru á vergangi, stór hluti þeirra börn, sem misstu heimili sín í flóðbylgjunni sem skall á borginni sl. föstudag. Erfitt er að komast á hamfarasvæðið. Yfir 1400 manns létust og fer tala látinna enn hækkandi.
Að sögn framkvæmdastjóra SOS Barnaþorpanna í Indónesíu er mansal stöðug ógn við börn í landinu og því er mikilvægt að umönnunarlaus börn komst sem fyrst í öruggt skjól.
Fjölmargar alþjóðlegar hjálparstofnanir eru að störfum á svæðinu og SOS Barnaþorpin eru með áform um að setja upp barnagæslu í Palu. Áhersla verður þar lögð á sálfræðiaðstoð og menntun og svo eru samtökin alltaf reiðubúin til að taka við börnum sem missa foreldra sína.
Ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að sjá hversu mörg börn verða umönnunarlaus eftir hamfarirnar en SOS Barnaþorpin fylgjast grannt með gangi mála og munu gera viðeigandi ráðstafanir.
Eins og við greindum frá á mánudaginn höfðu hamfarirnar engin áhrif á SOS barnaþorp sem eru alls 8 talsins í Indónesíu, eða á nein verkefni á vegum samtakanna.
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...