Þrettán milljónir til Kólumbíu og Simbabve
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent rúmar þrettán milljónir íslenskra króna til tveggja verkefna samtakanna í Kólumbíu og Simbabve. Um er að ræða verkefni sem SOS í Noregi fjármagna en alls fara 500 þúsund norskar krónur til hvors verkefnis. Efnahagsástandið í Noregi er erfitt um þessar mundir og því er afar gleðilegt að geta aðstoðað frændur okkar með þau verkefni sem þeir hafa skuldbundið sig til að greiða.
Annars vegar er um að ræða tilfærslu barnaþorps í Bogota í Kólumbíu og hins vegar kostnað vegna reksturs ungmennaheimilis í Bindura í Simbabve.
SOS Barnaþorpið í Bogota er 44 ára gamalt og stendur á lóð í eigu yfirvalda. Samningur SOS og yfirvalda rann út um áramótin og því var ákveðið að kaupa tíu ný hús og innrétta þau eftir þörfum SOS Barnaþorpanna. Samhliða þessum aðgerðum munu samtökin bjóða upp á fósturforeldraúrræði til að geta hjálpað fleiri börnum.
65 ungmenni búa á SOS ungmennaheimilinu í Bindura en heimilið hefur verið starfrækt síðan árið 1993. Ungmennaheimilið samanstendur af þremur húsum í barnaþorpinu sjálfu og fjórum húsum sem staðsett eru rétt fyrir utan þorpið.
Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
Seinna SOS-blað ársins er komið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyrirkomulagi á dreifingu til styrktaraðila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...