Fréttayfirlit 25. nóvember 2022

Svona er framlögum þínum ráðstafað

Svona er framlögum þínum ráðstafað

SOS Barnaþorpin leggja mikið upp úr gagnsæi í fjármálum og kappkosta að upplýsa styrktaraðila um alla þætti starfsins, þ.m.t. hvernig framlögum þeirra er ráðstafað og hve stór hluti þeirra fer í umsýslu. Af 669 milljóna króna tekjum árið 2021 sendum við 82% úr landi til þeirra barna, þorpa og verkefna sem styrktaraðilar og stjórn samtakanna hafa ákveðið að styðja. Þetta þýðir að 820 krónur af hverjum 1.000 krónum runnu beint í hjálparstarfið. 18% urðu eftir í umsýslukostnað, að halda úti starfsemi  okkar hér á landi, þjónusta styrktaraðila og afla fjár.

Ársreikningur er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og er endurskoðandi samtakanna Ernst & Young. Á vefsíðu okkar er ársreikningur birtur og höfum við gert slíkt til margra ára í því skyni að tryggja bæði eftirlit og gagnsæi. Ársreikning og ársskýrslu má finna á heimasíðu okkar sos.is.

Ársreikningar og ársskýrslur SOS Barnaþorpanna á Íslandi

820 krónur af hverjum 1.000 krónum runnu beint í hjálparstarfið. Úr ársskýrslu 2021

Þitt framlag

Þegar SOS-foreldri eða SOS-barnaþorpsvinur greiðir framlag til SOS Barnaþorpanna ábyrgjumst við að 85% fari til styrktarbarnsins eða barnaþorpsins. 15% umsýslukostnaðar er m.a. ráðstafað í eftirlit, öflun nýrra styrktaraðila og þjónustu við núverandi. Af framlagi SOS-fjölskylduvina fara að lágmarki 80% í fjölskyldueflinguna sjálfa en 20% í utanumhald. Ástæðan fyrir hærri umsýslukostnaði í fjölskyldueflingu er að eftirlit með þeim verkefnum er flóknara en þar náum við til fleiri barna.

Bókhald á hverju heimili

Áætlanir eru mikilvægar til að samtökin viti um kostnað í hverju landi og því þarf hver SOS móðir/faðir í barnaþorpi að gera áætlun um útgjöld. Þannig vitum við hversu miklu þarf að safna fyrir viðkomandi fjölskyldu. Styrktarforeldrar greiða kostnað við uppihald barnanna og rekstur heimilisins. Allir reikningar sem SOS móðir/faðir greiðir eru færðir í bókhaldskerfi.

Hvaða leið fer fjármagnið?

Þegar styrktaraðili á Íslandi gefur vilyrði fyrir styrk er framlagið merkt viðkomandi styrktarbarni, barnaþorpi eða verkefni. Í hverjum mánuði eru upplýsingar um hversu háa upphæð við höfum vilyrði fyrir frá styrktaraðilum settar í miðlægt kerfi samtakanna í Austurríki. Barnaþorpin senda upplýsingar um fjárþörf út frá sínum áætlunum inn í kerfið og eru þessar upplýsingar keyrðar saman. Þegar fjármagnið er komið á bankareikning SOS á Íslandi er það millifært til alþjóðaskrifstofu SOS Barnaþorpanna innan sex mánaða.

Tækniframfarir hafa gert okkur kleift að rekja framlögin betur en áður, í hvert barnaþorp og til hvers barns. SOS Barnaþorpin

Er hætta á spillingu?

Þrátt fyrir gagnsæi og að ferlar séu til staðar verður hættu á misferli ekki útrýmt. En með öllum þeim aðgerðum sem framkvæmdar eru, er verið að lágmarka áhættu eins og kostur er. Í siðareglum SOS Barnaþorpanna er skýrt tekið fram að spilling verður aldrei liðin innan samtakanna. Við störfum m.a. í löndum þar sem spilling er hluti af efnahagskerfinu og jafnvel hluti af menningunni. Slíkt flækir störf samtakanna þar sem við gerum ríka kröfu um heiðarleika.

Tækniframfarir hafa gert okkur kleift að rekja framlögin betur en áður, í hvert barnaþorp og til hvers barns. Við höfum lent í því að skrifræðið hefur hægt á umbótum en þrátt fyrir það höldum við okkar striki og gefum engan afslátt af eftirliti.

Rakel Lind Hauksdóttir
fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Nýlegar fréttir

Þörf á auknum stuðningi við SOS í Úkraínu
20. mar. 2023 Almennar fréttir

Þörf á auknum stuðningi við SOS í Úkraínu

Stríðið í Úkraínu heldur áfram að koma niður á milljónum barna, grundvallarréttindum þeirra og sundrar fjölskyldum. Við viljum því vekja athygli á að söfnin SOS Barnaþorpanna á Íslandi fyrir stuðningi...

Opnað á brottvikningu Rússlands
8. mar. 2023 Almennar fréttir

Opnað á brottvikningu Rússlands

Á fundi alþjóðastjórnar SOS Barnaþorpanna þann 2. mars var ákveðið að hefja undirbúning að tímabundinni brottvikningu SOS Barnaþorpanna í Rússlandi úr alþjóðasamtökunum. Þá hafa öll framlög til SOS Ba...