Fréttayfirlit 3. júlí 2023

Svona er framlögum þínum ráðstafað

Svona er framlögum þínum ráðstafað

SOS Barnaþorpin leggja mikið upp úr gagnsæi í fjármálum og kappkosta að upplýsa styrktaraðila um alla þætti starfsins, þ.m.t. hvernig framlögum þeirra er ráðstafað og hve stór hluti þeirra fer í umsýslu. Meðal þess sem kemur fram í nýjustu ársskýrslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi er að hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar á árinu 2022 var 17,4%. Eftirfarandi grein fjármálastjóra SOS birtist í ársskýrslunni fyrir árið 2022.

Ársreikningar og ársskýrslur SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Þetta þýðir að á árinu 2022 runnu 826 krónur af hverju eitt þúsund króna framlagi í sjálft hjálparstarfið sem er tveggja krónu hækkun frá fyrra ári. Úr grein fjármálastjóra í ársskýrslu 2022

Ársreikningur er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og endurskoðandi samtakanna er Ernst & Young. Á vefsíðu okkar er ársreikningur birtur og höfum við gert slíkt til margra ára í því skyni að tryggja bæði eftirlit og gagnsæi. SOS Barnaþorpin leggja mikið upp úr gagnsæi í fjármálum og kappkosta að upplýsa styrktaraðila um alla þætti starfsins, þ.m.t. hvernig framlögum þeirra er ráðstafað og hve stór hluti þeirra fer í umsýslu.

Hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar á árinu 2022 var 19,1% sem er fyrir neðan viðmið okkar um 20% þak. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir launakostnaði í tengslum við erlend og innlend verkefni nemur kostnaðarhlutfallið 17,4%. Þetta þýðir að á árinu 2022 runnu 826 krónur af hverju eitt þúsund króna framlagi í sjálft hjálparstarfið sem er tveggja krónu hækkun frá fyrra ári.

Þitt framlag

Þegar SOS-foreldri eða SOS-barnaþorpsvinur greiðir framlag til SOS Barnaþorpanna ábyrgjumst við að 85% fari í framfærslu styrktarbarnsins eða til barnaþorpsins. 15% af umsýslukostnaði er m.a. ráðstafað í eftirlit, öflun nýrra styrktaraðila og þjónustu við núverandi. Af framlagi SOS-fjölskylduvina fara að lágmarki 80% í fjölskyldueflinguna sjálfa en 20% í utanumhald. Ástæðan fyrir hærri umsýslukostnaði í fjölskyldueflingu er að eftirlit með þeim verkefnum er flóknara en þar náum við til fleiri barna á verkefnatímanum.

Bókhald á hverju heimili

Áætlanir eru mikilvægar til að samtökin viti um kostnað í hverju landi og því þarf hver SOS móðir/faðir í barnaþorpi að gera áætlun um útgjöld. Þannig vitum við hversu miklu þarf að safna fyrir viðkomandi fjölskyldu. Styrktarforeldrar (SOS-foreldrar) greiða kostnað við uppihald barnanna og rekstur heimilisins. Allir reikningar sem SOS móðir/faðir greiðir eru færðir í bókhaldskerfi og þurfa samþykki yfirmanns. 

Hvaða leið fer fjármagnið?

Þegar styrktaraðili á Íslandi gefur vilyrði fyrir styrk er framlagið merkt viðkomandi styrktarbarni, barnaþorpi eða verkefni. Í hverjum mánuði eru upplýsingar um hversu háa upphæð við höfum vilyrði fyrir frá styrktaraðilum settar í miðlægt kerfi samtakanna í Austurríki. Barnaþorpin senda upplýsingar um fjárþörf út frá sínum áætlunum inn í kerfið og eru þessar upplýsingar keyrðar saman. Þegar fjármagnið er komið á bankareikning SOS á Íslandi er það millifært til alþjóðaskrifstofu SOS Barnaþorpanna innan sex mánaða.

Tækniframfarir hafa gert okkur kleift að rekja framlögin betur en áður. Úr grein fjármálastjóra í ársskýrslu 2022

Er hætta á spillingu?

Þrátt fyrir gagnsæi og að ferlar séu til staðar verður hættu á misferli ekki útrýmt. En með öllum þeim aðgerðum sem framkvæmdar eru, er verið að lágmarka áhættu eins og kostur er. Í siðareglum SOS Barnaþorpanna er skýrt tekið fram að spilling verður aldrei liðin innan samtakanna. Við störfum m.a. í löndum þar sem spilling er hluti af efnahagskerfinu og jafnvel hluti af menningunni. Slíkt flækir störf samtakanna þar sem við gerum ríka kröfu um heiðarleika.

Tækniframfarir hafa gert okkur kleift að rekja framlögin betur en áður, í hvert barnaþorp og til hvers barns. Við höfum lent í því að skrifræðið hefur hægt á umbótum en þrátt fyrir það höldum við okkar striki og gefum engan afslátt af eftirliti.

Rakel Lind Hauksdóttir
fjármál- og fjáröflunarstjóri

Nýlegar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi
26. jún. 2024 Almennar fréttir

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi

Það skiptir okkur miklu máli að geta sýnt styrktaraðilum samtakanna hér á landi fram á lágan rekstrarkostnað og að sem stærstur mögulegur hluti framlaga þeirra skili sér í sjálft hjálparstarfið. Í árs...