Styrkur til Gíneu gerir ungmennum kleift að sameinast foreldrum sínum á ný
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis SOS barnaþorpsins í Kankan í Afríkuríkinu Gíneu sem nemur 1,2 milljónum króna. Styrkurinn gerir stjórnendum ungmennaheimilisins kleift að sameina áður umkomulaus börn líffræðilegum foreldrum sínum eða skyldmennum. Foreldrarnir hljóta þjálfun hjá SOS í uppeldisfræðum og SOS styður ungmennin til náms og starfsþjálfunar. Markmiðið er að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð.
Mjög algengt er að börn komi til SOS Barnaþorpanna þó líffræðilegir foreldrar þeirra séu á lífi. Foreldrarnir gátu einfaldlega ekki mætt grunnþörfum barnanna og þá koma SOS Barnaþorpin til bjargar. Með þessum styrk gerum við ungmennunum í Kankan möguleika á að sameinast fjölskyldu sinni á ný.
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...