Fréttayfirlit 7. mars 2022

Styrktaraðilar geta gerst félagar í SOS Barnaþorpunum

Styrktaraðilar geta gerst félagar í SOS Barnaþorpunum

Nýlega tók gildi lagabreyting hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi sem gerir reglulegum styrktaraðilum kleift að skrá sig sem félaga í samtökunum. Félagar greiða 2.500 króna árgjald og öðlast rétt til að sitja aðalfundi, bjóða sig fram til stjórnar og kjósa á aðalfundi. Breytingin fól m.a. í sér að fulltrúaráð SOS var lagt niður og aukið vald er fært til styrktaraðila.

Þeir sem uppfylla skilyrði til félagsaðildar eru eftirfarandi:

Allir einstaklingar sem hafa styrkt SOS Barnaþorpin í að minnsta kosti 6 mánuði á undanförnum 12 mánuðum, sam­tals að fjár­hæð 6.000 kr. eða meira. Þetta á m.a. við um mánaðarlega styrktaraðila, þ.e. SOS-foreldra, SOS-barnaþorpsvini og SOS-fjölskylduvini sem eru ekki í vanskilum með framlagsgreiðslur sínar. Þetta á einnig við um þá sem hafa greitt stök framlög eins og valkröfur í heimabanka.

Félagar eiga rétt á ársskýrslu samtakanna, reikningum, fundargerðum aðalfundar og gildandi samþykktum. Allar nánari upplýsingar má sjá hér á skráningarsíðu fyrir félagsaðild.

Félagsaðild

Skrá mig sem félaga í SOS Barnaþorpunum

Félagsaðild

Félagar greiða félagsgjald og eiga rétt á að sitja aðalfundi, bjóða sig fram til stjórnar og kjósa á aðalfundi. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi að fenginni tillögu stjórnar.

Árgjald:
2.500 kr