Fréttayfirlit 22. janúar 2024

Stjórn boðar til aukaaðalfundar

Stjórn boðar til aukaaðalfundar

Boðað er til aukaaðalfundar SOS Barnaþorpanna fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl.17:00 í húsnæði samtakanna, Hamraborg 1, 200 Kópavogi.

All­ir skráð­ir fé­lag­ar í SOS Barna­þorp­un­um sem eru í skil­um með fé­lags­gjald hafa rétt til að sitja að­al­fund. Til þess að fé­lagi geti nýtt fé­lags­leg rétt­indi sín á að­al­fundi skal hann skrá sig á fund­inn eigi síð­ar en sól­ar­hring fyr­ir boð­að­an að­al­fund. Það er gert með því að senda tölvu­póst á sos@sos.is 

Kjósa þarf varamann í stjórn

Tilefni fundarins er ábending frá Fyrirtækjaskrá Skattsins um að samþykktir samtakanna, sem samþykktar voru á aðalfundi samtakanna í maí 2023, uppfylli ekki ákvæði laga nr.119/2019 um að stjórnir félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri skuli hafa minnst einn varamann.

Dagskrá fundarins er þannig:

  1. Tillaga að breyttum samþykktum
  2. Kosning varamanns
  3. Staðfesting á niðurstöðum stjórnarkjörs frá síðasta aðalfundi

Sjá dagskrá nánar hér.

Virðingarfyllst
Starfsfólk og stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Nýlegar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi
26. jún. 2024 Almennar fréttir

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi

Það skiptir okkur miklu máli að geta sýnt styrktaraðilum samtakanna hér á landi fram á lágan rekstrarkostnað og að sem stærstur mögulegur hluti framlaga þeirra skili sér í sjálft hjálparstarfið. Í árs...