Fréttayfirlit 14. desember 2022

Slepptu jólagjöfum og söfnuðu yfir 100 þúsund krónum fyrir SOS Barnaþorpin

Slepptu jólagjöfum og söfnuðu yfir 100 þúsund krónum fyrir SOS Barnaþorpin

Nemendur í þriðja og sjötta bekk Stapaskóla í Reykjanesbæ eru svo sannarlega með hjartað á réttum stað. Í stað þess að gefa jólagjafir sín á milli á litlu jólunum eins og hefð er fyrir vildu þau láta gott af sér leiða á aðventunni. Þau söfnuðu samtals 102.500 krónum sem þau ákváðu að láta renna til SOS Barnaþorpanna og rennur peningurinn óskiptur til fjölskyldueflingar SOS í Malaví.

„Það var svo gaman að hitta þessa flottu krakka sem eru í raun fyrirmyndir. Þetta framlag skiptir svo sannarlega máli því án fólks með svona hugarfar eins og nemendur Stapaskóla gætu samtökin ekki verið til staðar fyrir börn í neyð. Ég vil fyrir hönd SOS Barnaþorpanna þakka nemendum fyrir af öllu hjarta," segir Rakel Lind Hauksdóttir, fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS á Íslandi. Ljiridona Osmani, kennari í Stapaskóla afhenti Rakel framlag nemenda nú fyrir jól.

Alls söfnuðu nemendur 102.500 krónum. Alls söfnuðu nemendur 102.500 krónum.

Framlag sem 66-faldast

Félagsleg arðsemi framlags frá Íslandi 66-faldast á verkefnasvæði okkar í Malaví svo segja má að krakkarnir í Stapaskóla hafi safnað ígildi um 6,8 milljóna íslenskra króna. Fjölskylduefling SOS styður við barnafjölskyldur sem búa við krefjandi aðstæður og eiga foreldrarnir á hættu á að missa börn sín frá sér. Fjölskyldueflingin aðstoðar foreldra barnanna að standa á eigin fótum svo þeir geti annast börnin sín. Verkefnið í Malaví er fjármagnað af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og hófst fyrr á þessu ári.

Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
8. jún. 2023 Almennar fréttir

Héldum að við yrðum drepin

Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
7. jún. 2023 Almennar fréttir

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu

Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...