Fréttayfirlit 24. mars 2017

SOS leikskólinn í Viet Tri -MYNDIR

Í leikskóla SOS Barnaþorpanna í Viet Tri stunda yfir 200 börn nám. Á síðasta ári styrktu Íslendingar leikskólann um tæpar þrjár milljónir sem nýtist afar vel enda er mikið kapp lagt á að börnin fái góða þjónustu í leikskólanum.

Venjulega sækja börn frá SOS Barnaþorpunum nærliggjandi leikskóla. Í löndum og á svæðum þar sem leikskólar eru ekki fyrir hendi eða eru metnir ófullnægjandi hafa SOS Barnaþorpin hins vegar byggt sína eigin leikskóla. SOS leikskólarnir eru opnir börnum sem búa í SOS Barnaþorpinu sem og öðrum börnum úr nágrenni þorpanna.

Gleðin er mikil í SOS leikskólanum í Viet Tri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

_DSC7801Viettri_Kindergarten.jpg

_DSC7810Viettri_Kindergarten.jpg

IMG_0359.JPG

IMG_0390.JPG

 

Nýlegar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS
13. jan. 2025 Almennar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS

Neyðin í heiminum hefur sjaldan verið meiri og útbreiddari og neyðaraðgerðum SOS Barnaþorpanna fer fjölgandi. SOS á Íslandi hefur því ákveðið að sameina framlög til neyðaraðgerða samtakanna undir eina...

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...