Fréttayfirlit 24. mars 2017

SOS leikskólinn í Viet Tri -MYNDIR

Í leikskóla SOS Barnaþorpanna í Viet Tri stunda yfir 200 börn nám. Á síðasta ári styrktu Íslendingar leikskólann um tæpar þrjár milljónir sem nýtist afar vel enda er mikið kapp lagt á að börnin fái góða þjónustu í leikskólanum.

Venjulega sækja börn frá SOS Barnaþorpunum nærliggjandi leikskóla. Í löndum og á svæðum þar sem leikskólar eru ekki fyrir hendi eða eru metnir ófullnægjandi hafa SOS Barnaþorpin hins vegar byggt sína eigin leikskóla. SOS leikskólarnir eru opnir börnum sem búa í SOS Barnaþorpinu sem og öðrum börnum úr nágrenni þorpanna.

Gleðin er mikil í SOS leikskólanum í Viet Tri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

_DSC7801Viettri_Kindergarten.jpg

_DSC7810Viettri_Kindergarten.jpg

IMG_0359.JPG

IMG_0390.JPG

 

Nýlegar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...