SOS leikskólinn í Viet Tri -MYNDIR
Í leikskóla SOS Barnaþorpanna í Viet Tri stunda yfir 200 börn nám. Á síðasta ári styrktu Íslendingar leikskólann um tæpar þrjár milljónir sem nýtist afar vel enda er mikið kapp lagt á að börnin fái góða þjónustu í leikskólanum.
Venjulega sækja börn frá SOS Barnaþorpunum nærliggjandi leikskóla. Í löndum og á svæðum þar sem leikskólar eru ekki fyrir hendi eða eru metnir ófullnægjandi hafa SOS Barnaþorpin hins vegar byggt sína eigin leikskóla. SOS leikskólarnir eru opnir börnum sem búa í SOS Barnaþorpinu sem og öðrum börnum úr nágrenni þorpanna.
Gleðin er mikil í SOS leikskólanum í Viet Tri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnustaðakönnun V.R. og hljóta þar með titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki í flokki lítilla fyrirtækja.