SOS leikskólinn í Viet Tri -MYNDIR
Í leikskóla SOS Barnaþorpanna í Viet Tri stunda yfir 200 börn nám. Á síðasta ári styrktu Íslendingar leikskólann um tæpar þrjár milljónir sem nýtist afar vel enda er mikið kapp lagt á að börnin fái góða þjónustu í leikskólanum.
Venjulega sækja börn frá SOS Barnaþorpunum nærliggjandi leikskóla. Í löndum og á svæðum þar sem leikskólar eru ekki fyrir hendi eða eru metnir ófullnægjandi hafa SOS Barnaþorpin hins vegar byggt sína eigin leikskóla. SOS leikskólarnir eru opnir börnum sem búa í SOS Barnaþorpinu sem og öðrum börnum úr nágrenni þorpanna.
Gleðin er mikil í SOS leikskólanum í Viet Tri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Nýlegar fréttir

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS
SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum rausnarleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur upp á tæpar fjórar milljónir króna. Svanhildur studdi allt sitt líf þá sem þurftu á stuðningi að halda og var ...

Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna
SOS Barnaþorpin réðleggja styrktarforeldrum eindregið frá því að senda styrktarbörnum sínum bréf eða pakka um þessar mundir. Ekki er hægt að tryggja að þessar sendingar komist á leiðarenda vegna ástan...