SOS börn í Mexíkó ómeidd
Á þriðjudag reið stór skjálfti yfir Mexíkó með þeim afleiðingum að 230 manneskjur hafa fundist látnar en 52 hefur verið bjargað lifandi úr rústunum.
Engar alvarlegar skemmdir urðu á SOS Barnaþorpum í landinu en alls eru þau sjö. Einhver SOS heimili í Tehuacán urðu þó fyrir minniháttar skemmdum. Þá eru öll SOS börn, starfsfólk og foreldrar ómeidd. Einnig eru skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS í Mexíkó óhultir.
SOS Barnaþorpin eru reiðubúin til að sinna neyðaraðstoð sé þörf fyrir og verður það metið með yfirvöldum og öðrum hjálparsamtökum á næstu dögum.
Nýlegar fréttir

Ekkert mannfall eða skemmdir hjá SOS í Sýrlandi
Staðfest hefur verið að öll börn, fjölskyldur og starfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi eru heil á húfi eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrkland...

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.