SOS Barnaþorpin utan hamfarasvæða í Indónesíu
Staðfesting hefur borist á því að hamfarirnar í Indónesíu á föstudag höfðu ekki áhrif á SOS barnaþorpin í landinu og þar eru því öll börn og starfsfólk SOS óhult. 832 hafa fundist látnir og óttast er um afdrif enn fleiri eftir röð jarðskjálfta og flóðbylgja síðan á föstudaginn. 106 Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í fimm af átta SOS barnaþorpum í Indónesíu.
Gregor Hadi Nitihardjo, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Indónesíu segir að öll verkefni samtakanna í landinu séu staðsett utan þeirra svæða sem urðu fyrir áhrifum af hamförunum. SOS Barnaþorpin eru að setja saman neyðarviðbragðasveit sem heldur á hamfarasvæðin í vikunni.
„Þetta er skyndiviðbragðaverkefni til að tryggja öryggi og ummönnun barna sem hamfarirnar höfðu áhrif á. Sex til sjö manns fara frá okkur á hamfararsvæðið og setja þar á laggirnar barnaumönnunarverkefni. (Child Care Space programme)“ segir Gregor.
Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
Seinna SOS-blað ársins er komið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyrirkomulagi á dreifingu til styrktaraðila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...