SOS Barnaþorpin utan hamfarasvæða í Indónesíu
Staðfesting hefur borist á því að hamfarirnar í Indónesíu á föstudag höfðu ekki áhrif á SOS barnaþorpin í landinu og þar eru því öll börn og starfsfólk SOS óhult. 832 hafa fundist látnir og óttast er um afdrif enn fleiri eftir röð jarðskjálfta og flóðbylgja síðan á föstudaginn. 106 Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í fimm af átta SOS barnaþorpum í Indónesíu.
Gregor Hadi Nitihardjo, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Indónesíu segir að öll verkefni samtakanna í landinu séu staðsett utan þeirra svæða sem urðu fyrir áhrifum af hamförunum. SOS Barnaþorpin eru að setja saman neyðarviðbragðasveit sem heldur á hamfarasvæðin í vikunni.
„Þetta er skyndiviðbragðaverkefni til að tryggja öryggi og ummönnun barna sem hamfarirnar höfðu áhrif á. Sex til sjö manns fara frá okkur á hamfararsvæðið og setja þar á laggirnar barnaumönnunarverkefni. (Child Care Space programme)“ segir Gregor.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...