Fréttayfirlit 1. október 2018

SOS Barnaþorpin utan hamfarasvæða í Indónesíu

Staðfesting hefur borist á því að hamfarirnar í Indónesíu á föstudag höfðu ekki áhrif á SOS barnaþorpin í landinu og þar eru því öll börn og starfsfólk SOS óhult. 832 hafa fundist látnir og óttast er um afdrif enn fleiri eftir röð jarðskjálfta og flóðbylgja síðan á föstudaginn. 106 Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í fimm af átta SOS barnaþorpum í Indónesíu.

Gregor Hadi Nitihardjo, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Indónesíu segir að öll verkefni samtakanna í landinu séu staðsett utan þeirra svæða sem urðu fyrir áhrifum af hamförunum. SOS Barnaþorpin eru að setja saman neyðarviðbragðasveit sem heldur á hamfarasvæðin í vikunni.

„Þetta er skyndiviðbragðaverkefni til að tryggja öryggi og ummönnun barna sem hamfarirnar höfðu áhrif á. Sex til sjö manns fara frá okkur á hamfararsvæðið og setja þar á laggirnar barnaumönnunarverkefni. (Child Care Space programme)“ segir Gregor.

Nýlegar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS
13. jan. 2025 Almennar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS

Neyðin í heiminum hefur sjaldan verið meiri og útbreiddari og neyðaraðgerðum SOS Barnaþorpanna fer fjölgandi. SOS á Íslandi hefur því ákveðið að sameina framlög til neyðaraðgerða samtakanna undir eina...

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...