Fréttayfirlit 20. maí 2022

SOS Barnaþorpin í hópi fyrirmyndarfyrirtækja ársins

SOS Barnaþorpin í hópi fyrirmyndarfyrirtækja ársins

SOS Barnaþorpin á Íslandi höfnuðu ofarlega í vinnustaðakönnun V.R. og eru í hópi fyrirmyndarfyrirtækja V.R. í flokki lítilla fyrirtækja árið 2022. Starfsfólk SOS tók á móti viðurkenningu þess efnis á athöfn V.R. í Silfurbergi í Hörpu fyrir helgi.

Hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi starfar fámennur hópur sem er samstilltur, stoltur af því að vinna fyrir samtökin og ánægður í starfi. Þetta endurspeglaðist í niðurstöðu könnunarinnar þar sem starfsfólk SOS skoraði 4,69 af 5 mögulegum í lykilþáttum í vinnuumhverfi.

Í könnun á Fyrirtæki ársins er starfsfólk beðið um að leggja mat á nokkra lykilþætti í vinnuumhverfinu. Hver þáttur fær einkunn frá 1 til 5 og saman mynda þær heildareinkunn fyrirtækisins. Fyrirtækin í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2022.

Sjá nánar á heimasíðu V.R.

F.v. Sigurlaug Halldórsdóttir, Hans Steinar Bjarnason, Katrín Guðlaugsdóttir, Helga Bára Bragadóttir, Ragnar Schram og Rakel Lind Hauksdóttir. Á myndina vantar Auði Ösp Gylfadóttur og Hjördísi Rós Jónsdóttur. F.v. Sigurlaug Halldórsdóttir, Hans Steinar Bjarnason, Katrín Guðlaugsdóttir, Helga Bára Bragadóttir, Ragnar Schram og Rakel Lind Hauksdóttir. Á myndina vantar Auði Ösp Gylfadóttur og Hjördísi Rós Jónsdóttur.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...