SOS Barnaþorpin í hópi fyrirmyndafyrirtækja ársins

SOS Barnaþorpin á Íslandi höfnuðu ofarlega í vinnustaðakönnun V.R. og eru í hópi fyrirmyndafyrirtækja V.R. í flokki lítilla fyrirtækja árið 2022. Starfsfólk SOS tók á móti viðurkenningu þess efnis á athöfn V.R. í Silfurbergi í Hörpu fyrir helgi.
Hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi starfar fámennur hópur sem er samstilltur, stoltur af því að vinna fyrir samtökin og ánægður í starfi. Þetta endurspeglaðist í niðurstöðu könnunarinnar þar sem starfsfólk SOS skoraði 4,69 af 5 mögulegum í lykilþáttum í vinnuumhverfi.
Í könnun á Fyrirtæki ársins er starfsfólk beðið um að leggja mat á nokkra lykilþætti í vinnuumhverfinu. Hver þáttur fær einkunn frá 1 til 5 og saman mynda þær heildareinkunn fyrirtækisins. Fyrirtækin í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2022.
Sjá nánar á heimasíðu V.R.

Nýlegar fréttir

Tímabundin stytting á opnunartíma skrifstofu
Vegna sumarleyfa lokar skrifstofan okkar klukkan 13:00 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 28.-30. júní og klukkan 12:00 föstudaginn 1. júlí. Við minnum á tölvupóstfangið sos@sos.is og er öllum erindum...

68.000 börn og ungmenni á framfæri SOS Barnaþorpanna
Börnum og ungmennum á framfæri SOS Barnaþorpanna fjölgaði um 4% á árinu 2021 frá árinu áður og eru nú um 68 þúsund í beinni umsjá samtakanna um allan heim. SOS hjálpaði alls 1,28 milljónum einstakling...