Fréttayfirlit 2. maí 2016

SOS Barnaþorpin í Chile halda upp á 50 ára afmæli

Það er ekki á hverjum degi sem haldið er upp á hálfrar aldar afmæli. Þann 29. mars héldu SOS Barnaþorpin í Chile upp á 50 ár af stuðningi við réttindi barna, þá sérstaklega réttinn til að alast upp í fjölskyldu, ásamt börnum, ungu fólki, SOS mæðrum, samstarfsfólki og vinum. Með köku og kertum var útgáfu bókarinnar „50 years Changing Stories“ fagnað. Bókin er safnrit frásagna um fólk sem með óeigingjarnri aðstoð sinni hafa stuðlað að áframhaldandi starfi samtakanna.

Með hjálp rúmlega 120 manns var viðburðurinn haldinn á  Café Literario í Balmaceda garðinum í Santiago. Þar voru fulltrúar sem starfa með börnum, í lagasetningu og dómsmálum, ásamt stofnunum á við „Comunidad de Organizaciones Solidarias“ og  „Fundación para la Confianza“ viðstaddir.

IMG_SMALL Chile 50 _3.jpg

Á viðburðinum ræddi Aristide Ramaciotti, svæðisstjóri SOS barnaþorpanna í Chile, um „það framúrskarandi starf sem frjáls félagasamtök gera um heim allan til þess að vernda barnæskuna og berjast við stór vandamál líkt og sárafátækt o

Forstjóri SOS Barnaþorpanna í Chile, Elías Mohor, nefndi að „SOS Barnaþorpin í Chile hafa markað sig sem kjarni í tilveru margra með því að ábyrgjast að hvert barn fái, án takmarkanna, þann þátt sem ekki er alltaf tekin til greina í tölfræði þegar kemur að grundvallarnauðsynjum: Fjölskylduást.g félagslega einangrun, ofbeldi og misnotkun, fíknivandamál og sálræna erfiðleika; þætti sem hafa alvarlega áhrif á réttindi barna og ungs fólks til að vaxa og stálpast í vernduðu umhverfi, og skerða getu fullorðinna í fjölskyldu þeirra til að veita umönnun og vernd.“fulltrúar sem starfa með börnum, í lagasetningu og dómsmálum, ásamt stofnunum á við „Comunidad de Organizaciones Solidarias“ og  „Fundación para la Confianza“ viðstödd.

Í mjög áhrifamikilli ræðu lagði framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Chile, Juan Pablo Orlandini, áherslu á hina stöðugu þörf til að yfirfara og endurskoða hvernig hlutir fara fram hjá samtökunum svo SOS Barnaþorpin geti vaxið og þróast á degi hverjum.

IMG_SMALL Chile 50_2.jpg

„Við megum aldrei hætta að gagnrýna, með ábyrgð, sjálfsgagnrýni, göfuglyndi og hógværð að leiðarljósi, hvernig við störfum, hversu mikla ást við gefum í aðgerðir okkar og  hversu mikla köllun við höfum starfi okkar.

Áhorfendur urðu snortnir yfir hjartnæmu myndbandi sem dró út tóninn í bókinni í gegnum sögur sem gáfu sýn á þrautseigju barnanna, ungmennanna og líffræðilegu fjölskyldnanna sem berjast með SOS barnaþorpunum í Chile til að styrkja börn sín og barnabörn, og SOS mæðra sem styðja þessi sambönd með ást og gjafmildi.

Við lok viðburðarins var skálað og fram fór táknræn athöfn þar sem skrifuð voru heillaorð til SOS Barnaþorpanna í Chile á blað sem sett var í „tré heillaorðanna“ sem staðsett er við Café Literario.

Þessi hátíðarhöld eru tákn um vöxt, hugarfar, breytingar og síðast en ekki síst þá ást sem SOS Barnaþorpin í Chile gefa til að vernda berskjölduð börn og ungmenni.

 

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.