Fréttayfirlit 3. október 2018

SOS Barnaþorpin á Íslandi stytta vinnuvikuna

Vinnuvika starfsfólks SOS Barnaþorpanna á Íslandi var nú um mánaðarmótin stytt úr 40 klukkustundum niður í 37 í tilraunaskyni til sex mánaða. Stytting vinnuvikunnar hefur gefið góða raun hjá öðrum vinnustöðum og eru vonir bundnar við að hún muni skila sér í meiri afköstum starfsmanna.

„Ég hef lengi fylgst með þeim tilraunum sem fyrirtæki og stofnanir hafa gert með styttingu vinnuvikunnar og ég tel það tilraunarinnar virði að prófa styttingu í hálft ár. Tíminn verður svo að leiða það í ljós hvort við höldum áfram eða látum staðar numið.“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Ánægja og afköst aukast

„Reynsla annarra sýnir að veikindadögum fækkar og afköst haldast söm eða aukast við það að stytta vinnuvikuna og almennt virðist ánægja fólks í starfi aukast. Mögulega getur þessi litla breyting okkar orðið til þess að enn fleiri börn í fátækari löndum heimsins fái hjálp en ella, vegna þess að við afköstum meira.“ bætir Ragnar við.

Hann segir að markmið SOS Barnaþorpanna sé að börn fái búið við sem bestar fjölskylduaðstæður og upplifi ást og umhyggju. „Starfsfólk okkar á Íslandi á sín börn og sínar fjölskyldur og ef við getum stuðlað að auknum samvistum fjölskyldna þeirra þá er það hið allra besta mál. Ég tala nú ekki um ef við getum samhliða hjálpað skjólstæðingum okkar erlendis enn frekar.“

Lokum fyrr á föstudögum

Á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í Kópavogi vinna sex manns í fimm stöðugildum og verður þeim m.a. boðið upp á námskeið í tímastjórnun. Fyrirkomulagið felur meðal annars í sér að að starfsfólk geti sinnt persónulegum erindagjörðum á vinnutíma sem dragast þá frá styttingunni. Ekki er ólíklegt að þessi tilraun leiði til þess að skrifstofunni loki fyrr á föstudögum.

Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
12. sep. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
9. sep. 2023 Almennar fréttir

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...