SOS Barnaþorpin 70 ára
SOS Barnaþorpin, stærstu sjálfstæðu barnahjálparsamtök í heimi, fagna um þessar mundir 70 ára afmæli. SOS Íslandi fagnar á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Samtökin voru stofnuð formlega 25. apríl 1949 til að bregðast við mikilli neyð eftir seinni heimsstyrjöldina sem skildi eftir sig mikinn fjölda munaðarlausra barna.
Höfum haft jákvæð áhrif á 13 milljónir mannslífa
Í nýútkominni skýrslu kemur fram að í sjö áratugi hafi SOS Barnaþorpin hjálpað fjórum milljónum barna um allan heim með því að veita þeim fjölskyldu og heimili og með fjölskyldeflingu. Börn þeirra og barnabörn hafa notið góðs af og er niðurstaða skýrslunnar að SOS Barnaþorpin hafi haft jákvæð áhrif á 13 milljónir mannslífa á 70 árum. Börnunum er forðað frá fátækt og ofbeldi, þau fá gæðamenntun, eiga möguleika á góðri vinnu og búa við jafnrétti.
Þúsund krónur verða að fimm þúsund
Ávinningurinn af starfi SOS Barnaþorpanna er mikill og leiða útreikningar fyrir skýrsluna í ljós að fyrir hverjar eitt þúsund krónur sem almenningur leggur til samtakanna fær samfélagið 5 þúsund krónur til baka. Skýrslan var unnin í tilefni 70 ára afmælisins og ber yfirskriftina „70 Years of Impact“ eða „Áhrif í 70 ár".
74 þúsund Íslendingar
SOS Barnaþorpin Íslandi fagna á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Um 74 þúsund Íslendingar hafa á þessum tíma gefið framlög til samtakanna. 29 þúsund Íslendingar gáfu framlög á árinu 2018.
Svona höfum við haft áhrif á heiminn í 70 ár.
Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
Seinna SOS-blað ársins er komið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyrirkomulagi á dreifingu til styrktaraðila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...