Fréttayfirlit 18. apríl 2023

SOS barnaþorp í Súdan rýmt og hertekið

SOS barnaþorp í Súdan rýmt og hertekið

SOS Barnaþorpin í Súdan rýmdu á mánudag, 17. apríl, SOS barnaþorpið í höfuðborginni Khartoum vegna blóðugra átaka sem brutust út í nágrenni þess um helgina. Naumlega tókst að koma börnum og starfsfólki á brott og mátti það ekki tæpara standa því hersveitir yfirtóku barnaþorpið degi síðar, í dag þriðjudaginn 18. apríl.

Alls eru 88 börn og ungmenni á framfæri barnaþorpsins og eiga 82 þeirra SOS-foreldra á Íslandi. 68 þeirra eru búsett í barnaþorpinu í Khartoum og hefur þeim öllum verið komið í öruggt skjól ásamt starfsfólki og fjölskyldum þess, alls 92 manns.

Átök brutust út milli stjórnarhers og uppreisnarhersins RSF í Súdan á laugardag og hafa 185 manns látið lífið. „SOS Barnaþorpið í Khartoum er staðsett nálægt höfuðstöðvum RSF," segir Mubarak Abdelrahman, framkvæmdastjóri barnaþorpsins.

SOS Barnaþorpin fordæma hertöku barnaþorpsins og skora á hersveitirnar að yfirgefa barnaþorpið tafar- og skilyrðislaust. Skorað er á þá sem ábyrgð bera á hertökunni að fylgja alþjóðlegum mannúðarlögum og leyfa samtökunum að halda áfram því mikilvæga starfi að þjónusta viðkvæm börn og fjölskyldur þeirra.

Barnaþorpið í nágrenni uppreisnarhersins

Ljóst er að börnin og fjölskyldur þeirra í barnaþorpinu hafa upplifað mikla skelfingu á laugardaginn. „Þegar átökin brutust út lokaði RSF afmörkuðu svæði í kringum höfuðstöðvar sínar og barnaþorpið reyndist innan þess svæðis. Ekkert mannfall hefur orðið hjá okkur en öllum fjölskyldum var fyrirskipað að leita skjóls," segir framkvæmdastjórinn.

Með aðstoð alþjóðlegra öryggissveita og álfuskrifstofu SOS Barnaþorpanna í Afríku tókst að rýma barnaþorpið og koma öllum fyrir í leiguíbúðum annarsstaðar. Gæta þurfti ítrustu varkárni inn á milli skotárása sem eru reglulegar á þessu svæði.

Íslenskum SOS-foreldrum verður gert viðvart ef átökin hafa frekari áhrif á styrktarbörn þeirra en hægt er að fylgjast með framvindu mála af átökunum í Súdan á þessu svæði á fréttavef RÚV.

Uppfært 8. júní!

Sem fyrr seg­ir eru börn­in nú ör­ugg og bíð­ur starfs­fólk SOS í Súd­an þess að barna­þorp­inu verði skil­að í hend­ur SOS og þá má bú­ast við að ráð­ast þurfi í end­ur­bæt­ur og þrif áður en börn­in geta snú­ið aft­ur heim.

Sjá frétt: Héldum að við yrðum drepin

Nýlegar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.