Fréttayfirlit 14. apríl 2016

SOS aðstoðar fórnarlömb ebólu

Frá því í mars 2014 hafa yfir 2.500 dauðsföll af völdum ebólu verið tilkynnt í Gíneu. Þá er talið að um 6.000 börn séu munaðarlaus í landinu. Ebólu-faraldrinum er nú formlega lokið í landinu en engin ný tilvik hafa komið upp í nokkra mánuði.

Faraldurinn hafði þó mikil áhrif á hagkerfi og heilbrigðiskerfi landsins og hafa yfirvöld þurft að bregðast við því með áætlun til nokkurra ára.

SOS Barnaþorpin í Gíneu settu af stað neyðaraðstoð strax árið 2014 og eins og alltaf var áhersla lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur.  Nú þegar faraldrinum er formlega lokið hefur aukin áhersla verið lögð á fjölskyldueflingu með því markmiði að aðstoða fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á faraldrinum á einhvern hátt.

Aðstoð samtakanna á næstu mánuðum mun meðal annars fela í sér fjárhagsaðstoð og áætlunargerð með fjölskyldum, endurgjaldslausa heilbrigðisaðstoð, sálfræðiaðstoð, matvælaaðstoð, fræðslu og margt fleira. Verkefnið mun standa yfir að minnsta kosti til ársins 2017.

Nýlegar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
13. sep. 2024 Almennar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu

Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.