SOS aðstoðar fórnarlömb ebólu
Frá því í mars 2014 hafa yfir 2.500 dauðsföll af völdum ebólu verið tilkynnt í Gíneu. Þá er talið að um 6.000 börn séu munaðarlaus í landinu. Ebólu-faraldrinum er nú formlega lokið í landinu en engin ný tilvik hafa komið upp í nokkra mánuði.
Faraldurinn hafði þó mikil áhrif á hagkerfi og heilbrigðiskerfi landsins og hafa yfirvöld þurft að bregðast við því með áætlun til nokkurra ára.
SOS Barnaþorpin í Gíneu settu af stað neyðaraðstoð strax árið 2014 og eins og alltaf var áhersla lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur. Nú þegar faraldrinum er formlega lokið hefur aukin áhersla verið lögð á fjölskyldueflingu með því markmiði að aðstoða fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á faraldrinum á einhvern hátt.
Aðstoð samtakanna á næstu mánuðum mun meðal annars fela í sér fjárhagsaðstoð og áætlunargerð með fjölskyldum, endurgjaldslausa heilbrigðisaðstoð, sálfræðiaðstoð, matvælaaðstoð, fræðslu og margt fleira. Verkefnið mun standa yfir að minnsta kosti til ársins 2017.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...