Fréttayfirlit 8. janúar 2024

Sonja Huld er nýr fjáröflunarstjóri SOS

Sonja Huld er nýr fjáröflunarstjóri SOS

Sonja Huld Guðjónsdóttir hefur verið ráðin fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Sonja sem er fædd árið 1987 er með BS í lífefnafræði og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ. Hún var áður fjáröflunarstjóri Amnesty International og sérfræðingur og markaðsstjóri hjá Extreme Iceland.

24 umsóknir bárust um starfið frá mörgum frambærilegum einstaklingum og þakka SOS Barnaþorpin öllum sem sýndu starfinu áhuga. Rakel Lind Hauksdóttir hefur til þessa gegnt stöðum fjármála- og fjáröflunarstjóra en Sonja tekur nú við fjáröflunarhlutanum og Rakel heldur áfram utan um fjármálastjórn.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...