Fréttayfirlit 8. maí 2015

Sólblómagleði á Rauðaborg

Krakkarnir á leikskólanum Rauðaborg í Reykjavík héldu upp á 2 ára afmælið hans Claude á dögunum. Claude býr í SOS Barnaþorpi í Rúanda og er styrktarbarn leikskólans sem er Sólblómaleikskóli.

Afmælishátíðin var hluti af svokallaðri Sólblómagleði og gekk hún mjög vel að sögn Unnar Hermannsdóttur, deildarstjóra á Laufi. Hún segir alla hafa skemmt sér vel en langflestir mættu í gulri flík og fengu málaða sól í andlitið.  Þá lituðu öll börnin fána Rúanda og gróðursettu sólblómafræ sem hafa verið vökvuð reglulega síðan. Afmælissöngurinn var svo sunginn fyrir Claude, ásamt mörgum sólarlögum og svo dönsuðu allir saman í miklu afmælisstuði.

Þá var sólblómamatur borinn á borð. Börnin borðuðu ananas í ávaxtastund og fengu indverskan pottrétt með hrísgrjónum, mangó og kjúklingi í hádegismatinn. Í drekkutímanum var svo boðið upp á heimabakað sólblómabrauð og djús.

Nokkrar myndir frá deginum má sjá hér að neðan.

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...