Fréttayfirlit 18. ágúst 2020

Slösuðust en lifðu af sprenginguna í Beirút

Slösuðust en lifðu af sprenginguna í Beirút

„Ég er ráðvillt. Ég veit ekki hvað ég og börnin gerum."

Rula* er einstæð þriggja barna móðir sem býr nálægt höfninni í Beirút. Hún er skjólstæðingur fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna í Líbanon eins og margar aðrar barnafjölskyldur í sárafátækt sem glíma við margvísileg vandamál í landinu. Þar er óðaverðbólga, mikil fátækt og pólitískur óstöðugleiki til viðbótar við öll þau vandamál sem fylgja Covid-19.

Rula og börnin voru heima hjá sér þegar sprengingin öfluga varð við höfnina 4. ágúst sl.

„Við hlupum út af heimilinu með ekkert nema blóðugu fötin sem við klæddumst. Ég og sonur minn særðumst og dóttir mín handarbrotnaði. Sonur minn finnur ennþá fyrir sársauka af völdum sára en ég er þakklát fyrir að við sluppum lifandi," segir Rula.

Rula og börnin gistu fyrstu nóttina eftir sprenginguna hjá bróður hennar af því að stór hluti heimilis þeirra skemmdist mikið.

Með aðstoð sjálfboðaliða og SOS Barnaþorpanna í Líbanon gat Rula flutt tímabundið í annað húsnæði með börnin daginn eftir. Þar verða þau þangað til það telst öruggt fyrir þau að flytja aftur heim til sín. Starfsfólk SOS hjálpar til við að útvega mannskap til að gera við skemmdirnar á húsnæðinu.

Hamfararnir hafa áhrif á alla

Carla Choueifaty, verkefnisstjóri fjölskyldueflingar SOS í Líbanon, hefur verið í samskiptum við fjölskyldur eins og hennar Rulu frá því hamfarirnar urðu. Hún gengur úr skugga um að allir séu öruggir og metur þörfina á aðstoð fyrir hverja fjölskyldu.

„Þetta eru miklar hamfarir. Það eru svo margir látnir, særðir eða er saknað. Sprengingin hefur haft áhrif á alla í Líbanon á einhvern hátt. Jafnvel þó fjölskyldur sem við aðstoðum séu í ómeidd líkamlega þá þýðir það ekki að það sé í lagi með fólkið. Allir eiga skyldfólk, vini eða nágranna sem eru að ganga í gegnum þjáningar. Áfallið er mikið og sálfræðilegar afleiðingar fyrir börn og fullorðna eru gríðarlegar."

Nafni móðurinnar er breytt af persónuverndarástæðum*

Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
8. jún. 2023 Almennar fréttir

Héldum að við yrðum drepin

Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
7. jún. 2023 Almennar fréttir

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu

Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...