Fréttayfirlit 28. ágúst 2017

Slæmt ástand í Venesúela

Heimsbyggðin hefur undanfarnar vikur og mánuði horft upp á skelfilegt ástand í Venesúela. Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, síðustu mánuði en hann er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum, matvælum, lyfjum og rafmagni. Þá hefur verðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan.

SOS Barnaþorpin hafa starfað Í Venesúela síðan árið 1979. Bæði eru þar barnaþorp þar sem munaðarlaus og yfirgefin börn hafa fengið nýtt heimili en einnig eru samtökin með starfandi fjölskyldueflingu á fjórum stöðum í landinu. Í heildina eru það yfir 900 fjölskyldur sem fá aðstoð í verkefninu. Markmið Fjölskyldueflingarinnar er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína og styðja fjölskylduna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Fjölskyldurnar fá aðstoð í formi menntunar, heilsugæslu, ráðgjafar, barnagæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yfirstíga erfiðleika og lifa betra lífi sem fjölskylda. SOS á Íslandi studdu verkefnin í Venesúela um tíu milljónir síðastliðið vor.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...