Fréttayfirlit 21. desember 2023

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna á Íslandi verður lokuð milli jóla og nýárs. Við lokum föstudaginn 22. desember kl. 13 og opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 9.

Upplýsingamöppur nýrra SOS-foreldra verða póstlagðar strax eftir áramótin. Gjafabréf og minningarkort verður áfram hægt að panta hér á heimasíðunni okkar. Kaupendur gjafabréfa fá þau send samstundis í tölvupósti. Minningarkort verða póstlögð 2. janúar.

Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og skrifstofan opnar aftur. Við minnum jafnframt á Mínar síður þar sem SOS-foreldrar geta skoðað bréfin sín frá barnaþorpunum, gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir á framtíðarreikning og styrktaraðilar geta skoðað yfirlit yfir styrktargreiðslur sínar og fleira.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn við börnin á árinu sem er að liða og við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og nýtt ár.

Nýlegar fréttir

Bersýnilegur árangur af íslensku verkefni fyrir þolendur í Tógó
26. feb. 2024 Almennar fréttir

Bersýnilegur árangur af íslensku verkefni fyrir þolendur í Tógó

Bersýnilegur árangur hefur náðst í íslensku verkefni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Tógó. Verk­efn­ið hef­ur náð til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota, fjölgað slíkum málum á ...

Fékkstu sím­tal frá SOS?
20. feb. 2024 Almennar fréttir

Fékkstu sím­tal frá SOS?

Nú í febrúar 2024 eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu. Haf­ir þú hins veg­ar feng­ið sím­tal „frá okk­ur" sem þér f...