Skórnir komnir til Nígeríu
Ísland og Nígería verða mótherjar á fótboltavellinum í dag en utan vallar erum við samherjar Þau voru alsæl börnin og ungmennin sem fengu í gær afhenda að gjöf íþróttaskó frá Íslandi í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Þetta var fyrsta afhending eftir skósöfnun sem fram fór við Rauðavatn 2. júní sl. Þá söfnuðust yfir 500 pör af íþróttaskóm í tengslum við góðgerðar- og fjölskylduhlaupið Skór til Afríku.
Ákveðið var að safna skónum fyrir SOS Barnaþorpin í Nígeríu af því þjóðirnar eru saman í riðli á HM í Rússlandi. Fjögur SOS Barnaþorp eru í Nígeríu og þar munu skórnir koma að góðum notum. Gríðarleg fátækt er í Nígeríu þar sem 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Eins og þessar myndir bera vott um er mikil ánægja með skóna enda eru börnin í Nígeríu með sömu drauma um íþróttaiðkun og önnur börn.
130 Íslendingar styrkja verkefni barnahjálparsamtakanna í Nígeríu með mánaðarlegum framlögum. 320 börn og ungmenni eru í 46 SOS fjölskyldum í þessum þorpum en miklu fleiri njóta aðstoðar samtakanna í gegnum sérstaka SOS fjölskyldueflingu.
Með því að gerast styrktarforeldri hjá SOS Barnaþorpunum gefur þú umkomulausu barni fjölskyldu, menntun, ást og umhyggju.
Nýlegar fréttir
SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS
Neyðin í heiminum hefur sjaldan verið meiri og útbreiddari og neyðaraðgerðum SOS Barnaþorpanna fer fjölgandi. SOS á Íslandi hefur því ákveðið að sameina framlög til neyðaraðgerða samtakanna undir eina...
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...