Fréttayfirlit 22. júní 2018

Skórnir komnir til Nígeríu

Ísland og Nígería verða mótherjar á fótboltavellinum í dag en utan vallar erum við samherjar Þau voru alsæl börnin og ungmennin sem fengu í gær afhenda að gjöf íþróttaskó frá Íslandi í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Þetta var fyrsta afhending eftir skósöfnun sem fram fór við Rauðavatn 2. júní sl. Þá söfnuðust yfir 500 pör af íþróttaskóm í tengslum við góðgerðar- og fjölskylduhlaupið Skór til Afríku.

Ákveðið var að safna skónum fyrir SOS Barnaþorpin í Nígeríu af því þjóðirnar eru saman í riðli á HM í Rússlandi. Fjögur SOS Barnaþorp eru í Nígeríu og þar munu skórnir koma að góðum notum. Gríðarleg fátækt er í Nígeríu þar sem 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Eins og þessar myndir bera vott um er mikil ánægja með skóna enda eru börnin í Nígeríu með sömu drauma um íþróttaiðkun og önnur börn.

130 Íslendingar styrkja verkefni barnahjálparsamtakanna í Nígeríu með mánaðarlegum framlögum. 320 börn og ungmenni eru í 46 SOS fjölskyldum í þessum þorpum en miklu fleiri njóta aðstoðar samtakanna í gegnum sérstaka SOS fjölskyldueflingu.

Með því að gerast styrktarforeldri hjá SOS Barnaþorpunum gefur þú umkomulausu barni fjölskyldu, menntun, ást og umhyggju.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...