Íslenskir ólympíufarar efla íþróttastarf barna í Malaví

Skólabörn í SOS barnaþorpum í Malaví fóru ekki leynt með eftirvæntingu sína, spennu og gleði þegar þau fengu afhenda fótbolta frá Íslandi í október. Samtök íslenskra ólympíufara gáfu 48 fótbolta til skólabarna í Malaví sem DHL, alþjóðlegur styrktaraðili SOS Barnaþorpanna, sá um að koma örugglega á áfangastað.
Vilja efla íþróttaiðkun barna í þróunarlöndum
Öll börn eiga rétt á að leika sér og stunda íþróttir. Það eflir líkamlega, félagslega og tilfinningalega líðan barna. Eitt af samfélagslegum langtímamarkmiðum Samtaka íslenskra ólypíufara (SÍÓ) er að aðstoða við stofnun og eflingu íþróttafélaga í þróunarlöndum í samstarfi við nærliggjandi skóla. Stuðningurinn felst m.a. í að gefa bolta og annan búnað og námskeið fyrir kennara og þjálfara.
Hvatning til ólympíufara fleiri landa
„SÍÓ ætlar að hvetja þjóðasamtök ólympíufara á hinum Norðurlöndunum að gera slíkt hið sama og vonandi með stuðningi viðkomandi þróunarstofnunar. Von stendur til að þessi boltasending sé aðeins byrjunin á farsælu samstarfi SÍÓ við SOS Barnaþorpin í Malaví og önnur lönd í Afríku," segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður SÍÓ.



Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnustaðakönnun V.R. og hljóta þar með titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki í flokki lítilla fyrirtækja.