Skemmdir á skrifstofu SOS í Líbanon en ekkert manntjón
Við höfum flest heyrt hræðilegu tíðindin af sprengingunni í Beirút í Líbanon sem olli miklu manntjóni og eyðileggingu í gær. 35 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í fjórum SOS barnaþorpum í Líbanon. Sem betur fer er ekkert barnaþorpanna í Beirút þar sem sprengingin varð.
Það var því mikill léttir þegar við heyrðum frá félögum okkar í Líbanon í dag að öll börn og starfsfólk eru heil á húfi. Hins vegar er landsskrifstofa SOS fyrir Líbanon staðsett í Beirút og varð fyrir nokkrum skemmdum en enginn slasaðist.
SOS Barnaþorpin í Líbanon eru að skoða hvort og hvernig alþjóðasamtök SOS geta veitt stuðning.
Nýlegar fréttir

Ekkert mannfall eða skemmdir hjá SOS í Sýrlandi
Staðfest hefur verið að öll börn, fjölskyldur og starfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi eru heil á húfi eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrkland...

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.