Fréttayfirlit 17. desember 2018

Skelfilegt ástand í Nígeríu - SOS hjálpar 4 þúsund börnum

Hræðilegt ástand er í Bornohéraði í norð-austur Nígeríu vegna stríðsátaka og eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að styrkja neyðaraðstoðarverkefni þar um 5 milljónir króna. Börnum er reglulega rænt á þessu svæði, þau verða fyrir kynferðislegri misnotkun, missa fjölskyldumeðlimi og verða viðskila við foreldra sína.

Nýjustu upplýsingar okkar frá Borno eru þær að 2,3 milljónir manna eru á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafa flúið til nágrannalanda. Ofbendið kemur niður á grunnstoðum samfélagsins eins og menntun og heilbrugðisþjónustu og matarskortur og smitsjúkdómar setja börn í aukna hættu.

SOS Barnaþorpin hafa yfir þriggja áratuga reynslu af fjölskylduaðstoð á svæðinu og áætlanir eru um að ná til fjögur þúsund barna, verja þau gegn ofbeldinu og veita þeim alla nauðsynlega aðstoð. Meðal verkefna í forgangi eru uppsetning barnaverndarmiðstöðvar með Nigeria_ERP_Borno_female-headed household_Moshood Raimi_02.jpgsálfræði- og félagslegri aðstoð, aukið aðgengi að vatni, aðstoð fyrir fórnarlömb kynferðisglæpa og þjálfun starfsfólks.

„Þetta er of stórt verkefni fyrir ein hjálparsamtök. Okkar takmark er að hjálpa fjögur þúsund börnum og útvega þeim ástrík heimili sem hafa misst foreldraumsjón. Þetta er bara byrjunin.“ segir Eghosa Erhumwunse, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Nígeríu.

Styrkur SOS Barnaþorpanna á Íslandi til þessa neyðaraðstoðarverkefnis  er greiddur með frjálsum framlögum styrktaraðila okkar hér á landi, meðal annars þeirra sem greiða valkröfur í heimabanka.

GEFA FRAMLAG

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...