Fréttayfirlit 23. desember 2019

Síðasta SOS-fréttablað ársins komið út

Þá er síðasta SOS-fréttablað ársins komið út og berst það inn um bréfalúguna hjá styrktaraðilum um jólin. Rafræna útgáfu blaðsins má nálgast núna á heimasíðu SOS, líkt og öll önnur fréttablöðin okkar. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Lísu Margréti Sigurðarsdóttur sem hefur verið SOS-foreldri tveggja barna síðan hún var aðeins 18 ára.

Rætt er við Guðrúnu Kristinsdóttur sem prjónaði 57 lopapeysur á öll börn og allt starfsfólk í SOS barnaþorpi í Rúmeníu, Svala Davíðsdóttir segir frá þriggja mánaða dvöl sinni í Nepal þar sem hún vann sjálfboðaliðstörf við kennslu í þremur SOS barnaþorpum og Senía Guðmundsdóttir segir frá því af hverju hún er í ungmennaráði SOS.

Styrktaraðilar SOS fá líka innsýn í nýhafið Fjölskyldueflingarverkefni á Filippseyjum sem fjármagnað er af SOS á Íslandi og fjallað er um Sólblómaleikskóla SOS, Öðruvísi jóladagatal SOS og skemmtilega söfnun nemendafélags FSu fyrir SOS.

Þá er sögð saga 11 ára drengs í Sýrlandi sem hafði ekki gengið í skóla í þrjú ár eða þangað til SOS á Íslandi fjármagnaði enduruppbyggingu skólans hans í Aleppó.

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...