Sendiherrakaffi SOS Barnaþorpanna
Sendiherrar SOS Barnaþorpanna buðu í sendiherrakaffi síðastliðinn föstudag. Viðburðurinn fór fram í Hannesarholti en sendiherrarnir buðu vinum og vandamönnum. Alls mættu um 30 manns og skemmtu sér vel.
Eliza Reid sagði frá heimsókn sinni til Jórdaníu sem hún fór í síðastliðið haust. Þar heimsótti hún verkefni SOS Barnaþorpanna, bæði barnaþorp og neyðarverkefni. Vilborg Arna Gissurardóttir sagði þá frá nokkrum heimsóknum sínum til Nepal en þar á hún styrktarbarn sem hún hefur hitt nokkrum sinnum. Hera Björk Þórhallsdóttir söng þá nokkur lög fyrir gesti.
Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...