Fréttayfirlit 19. febrúar 2018

Sendiherrakaffi SOS Barnaþorpanna

Sendiherrar SOS Barnaþorpanna buðu í sendiherrakaffi síðastliðinn föstudag. Viðburðurinn fór fram í Hannesarholti en sendiherrarnir buðu vinum og vandamönnum. Alls mættu um 30 manns og skemmtu sér vel.

Eliza Reid sagði frá heimsókn sinni til Jórdaníu sem hún fór í síðastliðið haust. Þar heimsótti hún verkefni SOS Barnaþorpanna, bæði barnaþorp og neyðarverkefni. Vilborg Arna Gissurardóttir sagði þá frá nokkrum heimsóknum sínum til Nepal en þar á hún styrktarbarn sem hún hefur hitt nokkrum sinnum. Hera Björk Þórhallsdóttir söng þá nokkur lög fyrir gesti.

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna.

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...