Sendiherrakaffi SOS Barnaþorpanna
Sendiherrar SOS Barnaþorpanna buðu í sendiherrakaffi síðastliðinn föstudag. Viðburðurinn fór fram í Hannesarholti en sendiherrarnir buðu vinum og vandamönnum. Alls mættu um 30 manns og skemmtu sér vel.
Eliza Reid sagði frá heimsókn sinni til Jórdaníu sem hún fór í síðastliðið haust. Þar heimsótti hún verkefni SOS Barnaþorpanna, bæði barnaþorp og neyðarverkefni. Vilborg Arna Gissurardóttir sagði þá frá nokkrum heimsóknum sínum til Nepal en þar á hún styrktarbarn sem hún hefur hitt nokkrum sinnum. Hera Björk Þórhallsdóttir söng þá nokkur lög fyrir gesti.
Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna.
Nýlegar fréttir

Börnum forðað frá kynferðisbrotamönnum í Tógó
Undraverður árangur hefur náðst á skömmum tíma í átaki gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó, verkefni sem fjármagnað er af SOS á Íslandi. Verkefnið hófst í mars 2020 og þrátt fyrir hömlur a...

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS
SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum rausnarleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur upp á tæpar fjórar milljónir króna. Svanhildur studdi allt sitt líf þá sem þurftu á stuðningi að halda og var ...