Seldu sultu til styrktar SOS
Þær Auður (11 ára), Kolfinna (11 ára), Ágústa (9 ára) og Sigríður (9 ára) komu færandi á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í gær.
Stöllurnar tóku upp á því á dögunum að týna ber og útbúa sultu sem var síðan sett í krukkur. Þá gengu stelpurnar í hús í Kópavoginum og seldu sultu til styrktar SOS.
Vinkonurnar voru sammála um að ágóðinn ætti að renna til flóttabarna en alls söfnuðust tæpar 8,700 krónur.
SOS Barnaþorpin þakka stúlkunum fyrir þetta frábæra framtak!
Nýlegar fréttir

SOS Barnaþorpin í hópi fyrirmyndafyrirtækja ársins
SOS Barnaþorpin á Íslandi höfnuðu ofarlega í vinnustaðakönnun V.R. og eru í hópi fyrirmyndafyrirtækja V.R. í flokki lítilla fyrirtækja árið 2022. Starfsfólk SOS tók á móti viðurkenningu þess efnis á a...

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi
Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjó...