Fréttayfirlit 24. september 2015

Seldu sultu til styrktar SOS

Þær Auður (11 ára), Kolfinna (11 ára), Ágústa (9 ára) og Sigríður (9 ára) komu færandi á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í gær.

Stöllurnar tóku upp á því á dögunum að týna ber og útbúa sultu sem var síðan sett í krukkur. Þá gengu stelpurnar í hús í Kópavoginum og seldu sultu til styrktar SOS.

Vinkonurnar voru sammála um að ágóðinn ætti að renna til flóttabarna en alls söfnuðust tæpar 8,700 krónur.

SOS Barnaþorpin þakka stúlkunum fyrir þetta frábæra framtak!

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...