Fréttayfirlit 26. janúar 2023

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS

SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance. Verðlaunafé í þættinum rann til góðgerðarmála og valdi Rúrik sem fyrr að láta sinn skerf renna til SOS á Íslandi, tíu þúsund evrur. Dansfélagi Rúriks í jólaþættinum var atvinnudansarinn Malika Dzumaev. SOS Barnaþorpin vilja fyrir hönd barnanna þakka Rúrik og Maliku innilega fyrir framlagið.

Þátttakendur í Stóra jólaþættinum voru sigurvegarar og efstu keppendur úr undanförnum þáttaröðum Let´s dance en Rúrik stóð einmitt uppi sem sigurvegari í þáttaröðinni árið 2021. Rúrik og Malika mega því vera sérstaklega stolt af þessum sigri.

Hér má sjá eitt af dansatriðum þeirra í Stóra jólaþættinum, Die große Weihnachtsshow | Let's Dance 2022 á sjónvarpsstöðinni RTL.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rúrik lætur vinningsfé til góðgerðarmála renna til SOS Barnaþorpanna fyrir þátttöku sína í þýskum sjónvarpsþáttum. Á síðasta ári nam sú upphæð samtals 2,2 milljónum króna.

Ísland með mesta fjölgun SOS-foreldra

Rúrik hefur verið velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna síðan 2018 og víða vakið athygli á starfi samtakanna, líkt og aðrir velgjörðarsendiherrar. Í því samhengi má nefna að sjónvarpsþáttur um ferð Rúriks í SOS barnaþorp í Malaví á síðasta ári skilaði því að mörg hundruð börn í SOS barnaþorpum fengu íslenska SOS foreldra.

„Árið 2022 reyndist mörgum erfitt fjárhagslega eftir heimsfaraldurinn og víðast hvar fækkaði skráningum nýrra styrktaraðila. Ísland er það aðildarland SOS Barnaþorpanna þar sem fjölgun SOS-foreldra varð mest, 4,5%. Rúrik lék þar lykilhlutverk með að kynna á áhrifaríkan hátt starf SOS Barnaþorpanna, sem er að vera til staðar fyrir börn í bágstöddum aðstæðum," segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi.

Nýlegar fréttir

Bersýnilegur árangur af íslensku verkefni fyrir þolendur í Tógó
26. feb. 2024 Almennar fréttir

Bersýnilegur árangur af íslensku verkefni fyrir þolendur í Tógó

Bersýnilegur árangur hefur náðst í íslensku verkefni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Tógó. Verk­efn­ið hef­ur náð til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota, fjölgað slíkum málum á ...

Fékkstu sím­tal frá SOS?
20. feb. 2024 Almennar fréttir

Fékkstu sím­tal frá SOS?

Nú í febrúar 2024 eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu. Haf­ir þú hins veg­ar feng­ið sím­tal „frá okk­ur" sem þér f...