Fréttayfirlit 13. júní 2022

Rúrik í forsíðuviðtali nýjasta fréttablaðs SOS

Rúrik í forsíðuviðtali nýjasta fréttablaðs SOS

Nýtt fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom út í júní og sem fyrr má í því finna fræðandi umfjöllun um starfsemi SOS. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Rúrik Gíslason velgjörðasendiherra SOS sem heimsótti styrktarbarn sitt til Malaví fyrr á árinu.

Í blaðinu má einnig lesa viðtal okkar við SOS mömmu í barnaþorpi í Eþíópíu sem hefur alið upp 15 börn, fimm barna einstæða móður í fjölskyldueflingu SOS í Malaví sem getur nú séð fyrir fjölskyldunni eftir að hafa fengið saumavél, ungmenni í Sómalílandi sem nutu góðs af atvinnuhjálp SOS og ýmislegt fleira.

Fréttablað SOS er hægt að lesa rafrænt hér á heimasíðu okkar.

Hægt er að lesa öll fréttablöð SOS rafrænt hér á þessu svæði á sos.is

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...