Rúrik í forsíðuviðtali nýjasta fréttablaðs SOS

Nýtt fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom út í júní og sem fyrr má í því finna fræðandi umfjöllun um starfsemi SOS. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Rúrik Gíslason velgjörðasendiherra SOS sem heimsótti styrktarbarn sitt til Malaví fyrr á árinu.
Í blaðinu má einnig lesa viðtal okkar við SOS mömmu í barnaþorpi í Eþíópíu sem hefur alið upp 15 börn, fimm barna einstæða móður í fjölskyldueflingu SOS í Malaví sem getur nú séð fyrir fjölskyldunni eftir að hafa fengið saumavél, ungmenni í Sómalílandi sem nutu góðs af atvinnuhjálp SOS og ýmislegt fleira.
Fréttablað SOS er hægt að lesa rafrænt hér á heimasíðu okkar.
Hægt er að lesa öll fréttablöð SOS rafrænt hér á þessu svæði á sos.is

Nýlegar fréttir

Tímabundin stytting á opnunartíma skrifstofu
Vegna sumarleyfa lokar skrifstofan okkar klukkan 13:00 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 28.-30. júní og klukkan 12:00 föstudaginn 1. júlí. Við minnum á tölvupóstfangið sos@sos.is og er öllum erindum...

68.000 börn og ungmenni á framfæri SOS Barnaþorpanna
Börnum og ungmennum á framfæri SOS Barnaþorpanna fjölgaði um 4% á árinu 2021 frá árinu áður og eru nú um 68 þúsund í beinni umsjá samtakanna um allan heim. SOS hjálpaði alls 1,28 milljónum einstakling...