Fréttayfirlit 9. febrúar 2016

Ruglingsleg jólabréf

Starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi hefur að undanförnu fengið nokkrar fyrirspurnir frá styrktarforeldrum um jólabréfin sem bárust nú í desember eða janúar. Sum bréfanna þykja heldur ruglingsleg og einhverjum styrktarforeldrum finnst ekki mikið skrifað um styrktarbörnin.

Starfsfólki SOS á Íslandi þykir afar leiðinlegt ef bréfin frá barnaþorpunum standa ekki undir væntingum. Á síðasta ári var ákveðið að breyta formi jólabréfanna með þeim tilgangi að bæta bréfin og halda styrktarforeldrunum upplýstari. Óskað var eftir því að öll barnaþorpin breyttu sínum verkferlum en svo virðist sem einhver þorp hafi ekki náð að breyta sínum ferlum að fullu.

Ef styrktarforeldrum finnast bréfin frá barnaþorpunum ruglingsleg eða ekki nægilega skiljanleg er skýringin líklegast þessi breyting á verkferlum, sem því miður hefur ekki tekist fullkomlega. Við hvetjum ykkur þó að hafa samband við skrifstofu SOS Barnaþorpanna í síma 564-2910 ef frekari útskýringa er þörf. 

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.