Prinsessa í heimsókn
Í mars fengu tvö SOS Barnaþorp í Marokkó góða heimsókn þegar Salimah Aga Khan leit við. Salimah er marokkósk prinsessa og alþjóðlegur sendiherra SOS Barnaþorpanna en í dag er hún skilin við prinsinn og býr í London.
Salimah dvaldi í viku í barnaþorpunum tveimur, annars vegar í El Jadida og hins vegar í Marrakech, en hún hefur áður heimsókn nokkur þorp um heim allan.
Ásamt því að fara í barnaþorpin og hitta fjölskyldurnar þar skoðaði hún fjölskyldueflingarverkefni samtakanna og ungmennaheimili. Börnin voru mjög spennt að hitta Salimah en Chama, sex ára stúlka sem býr í SOS Barnaþorpinu í El Jadida var ekki alveg að trúa því að um væri að ræða raunverulega prinsessu. „Ef þú ert í alvörunni prinsessa, hvar er þá kórónan þín?“ spurði hún Salimah.
Starfsfólk SOS var mjög ánægt með heimsóknina. „Prinsessan hefur stutt samtökin í áraraðir og verið stór partur í því hversu þekkt samtökin eru í Marokkó,“ segir Béatrice Beloubad, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Marokkó. „Við erum henni afar þakklát.“
Nýlegar fréttir

Þörf á auknum stuðningi við SOS í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu heldur áfram að koma niður á milljónum barna, grundvallarréttindum þeirra og sundrar fjölskyldum. Við viljum því vekja athygli á að söfnin SOS Barnaþorpanna á Íslandi fyrir stuðningi...

Opnað á brottvikningu Rússlands
Á fundi alþjóðastjórnar SOS Barnaþorpanna þann 2. mars var ákveðið að hefja undirbúning að tímabundinni brottvikningu SOS Barnaþorpanna í Rússlandi úr alþjóðasamtökunum. Þá hafa öll framlög til SOS Ba...