Fréttayfirlit 13. desember 2016

Peningagjöf til barns

Styrktarforeldrar eiga möguleika á því að gefa styrktarbarni sínu peningagjöf inn á framtíðarreikning og hafa margir nýtt þann möguleika um jólin.

Um er að ræða sérstakan gjafareikning SOS Barnaþorpanna á Íslandi en styrktarforeldrar ráða sjálfir upphæðinni hverju sinni. Þær peningagjafir sem greiddar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. Upphæðin er svo lögð inn á framtíðarreikning barnsins í viðkomandi landi og fær barnið svo peninginn þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.

Peningagjöf inn á framtíðarreikning er frábær leið til að auka möguleika barnsins enn frekar í framtíðinni en til að mynda er algengt að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.

Ef styrktarforeldrar vilja gefa styrktarbarninu sínu peningagjöf, eru þeir beðnir um að leggja inn á reikning: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529. Einnig er hægt að gefa peningagjöf inn á minarsidur.sos.is. Mikilvægt er að kennitala styrktarforeldris komi fram svo rétt barn fái gjöfina.

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.