Peningagjöf í jólagjöf
Styrktarforeldrar eiga möguleika á því að gefa styrktarbarni sínu peningagjöf inn á framtíðarreikning og hafa margir nýtt þann möguleika um jólin.
Um er að ræða sérstakan gjafareikning SOS Barnaþorpanna á Íslandi en styrktarforeldrar ráða sjálfir upphæðinni hverju sinni. Þær peningagjafir sem greiddar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. Upphæðin er svo lögð inn á framtíðarreikning í viðkomandi landi á nafni barnsins og fær barnið svo peninginn þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.
Þegar styrktarbarni er gefin peningagjöf fær styrktarforeldri sent þakkarbréf frá skrifstofu SOS Barnaþorpanna á Íslandi þar sem staðfest er að gjöfin hafi borist.
Um er að ræða frábæra leið til að auka möguleika barnsins þíns enn frekar í framtíðinni en til að mynda er algengt að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.
Ef styrktarforeldrar vilja gefa styrktarbarninu sínu peningagjöf, eru þeir beðnir um að leggja inn á reikning: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529. Einnig er hægt að gefa peningagjöf inn á minarsidur.sos.is. Mikilvægt er að kennitala styrktarforeldris komi fram svo rétt barn fái gjöfina.
Nýlegar fréttir
SOS blaðið 2024 komið út
SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...