Opnun sjötta SOS Barnaþorpsins í Kambódíu
Sjötta SOS Barnaþorpið í Kambódíu var opnað með pompi og prakt í Kampot þann 5. mars síðastliðinn. Kambódíski forsætisráðherrann var viðstaddur athöfnina ásamt fjögur þúsund öðrum gestum. Forsætisráðherrann er dyggur stuðningsaðili SOS og hefur heimsótt öll verkefni samtakanna í landinu.
Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, Siddartha Kaul, var einnig viðstaddur opnunina. Hann þakkaði yfirvöldum í Kambódíu fyrir stuðninginn. „Stuðningur við börn sem eiga enga að er afar mikilvægur. Við verðum að vernda þau börn. Það er okkar hlutverk sem fullorðið fólk að sjá til þess að litlu einstaklingarnir alist upp við öryggi og sjái framtíðina bjarta,“ sagði Kaul.
Nýlegar fréttir

Rúrik afhenti SOS 1,7 milljónir króna
Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, afhenti samtökunum styrk að upphæð 1,7 milljónir króna í dag á Kjarvalsstöðum. Fjárhæðin er ágóði af sölu á SOS góðgerðarbolnum sem var...

Ákváðu að erfa SOS eftir heimsókn í barnaþorp
Dönsku hjónin Irene og Hans Jørgen Jørgensen hafa ákveðið að ánafna SOS Barnaþorpunum hluta af arfi sínum eftir sinn dag. Þau tóku þessa ákvörðun eftir að hafa heimsótt styrktarbarn sitt í barnaþorp o...