Fréttayfirlit 3. júlí 2017

Ólík úrræði fyrir börn

SOS Barnaþorpin hafa þróað starf sitt í gegnum árin með það í huga að hjálpa sem flestum börnum á sem bestan hátt. Samtökin leggja mikla áherslu á aðstoð við foreldralaus börn en einnig þau sem eru í hættu á að verða það.

Þar sem samtökin starfa í 134 löndum er mikilvægt að vera sveigjanleg en þó einnig staðföst í þeim ólíku nálgunum sem samtökin standa frammi fyrir þegar kemur að umönnun barna. Barnaþorpin eru þó grunnstarfsemi samtakanna og í dag búa yfir 85 þúsund börn í barnaþorpum um heim allan. 

En hver sem nálgunin er setja SOS Barnaþorpin hagsmuni barnanna alltaf í forgang og hvert tilvik er metið fyrir sig. Þau úrræði sem SOS Barnaþorpin eru með fyrir börn sem þurfa á tímabundinni eða langtíma umönnun að halda eru eftirfarandi:

Barnaþorp: Börn búa í fjölskyldum í barnaþorpum. Í hverri fjölskyldu er SOS foreldri og fjögur til tíu börn og búa þau saman á heimili. Um er að ræða einingu sem líkist hefðbundinni fjölskyldu að öllu leyti. Í dag búa yfir 85 þúsund börn í SOS Barnaþorpum um allan heim.

Fósturheimili: Þetta úrræði er algengt í löndum þar sem SOS Barnaþorpin hafa stigið inn í fósturkerfið, líkt og í Evrópu. Stundum er það lögum samkvæmt að börn þurfa að vera í fóstri og í þeim tilvikum verða SOS foreldrarnir fósturforeldrar barnanna. Í öðrum tilvikum þjálfa samtökin fósturforeldra á vegum ríkisins, útvega heimili fyrir fjölskyldurnar og fleira, allt í þeim tilgangi að börnin fái gott heimili.

Tímabundin heimili: Börn sem munu sameinast fjölskyldum sínum eða á leið í önnur úrræði (t.d. SOS Barnaþorp) fá tímabundið heimili hjá SOS.

Neyðarskýli: Tímabundið úrræði sem samtökin reka þar sem neyðaraðstoð er í gangi. Um er að ræða afar mikilvægt úrræði, t.d. í stríðshrjáðum löndum.

Heimili fyrir móðir og börn: Tímabundið úrræði þar sem mæður geta búið með börn sín og fengið viðeigandi aðstoð.

Fjölskylduefling: Börn búa hjá líffræðilegri fjölskyldu en fá aðstoð frá SOS Barnaþorpunum.

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...