Fréttayfirlit 7. júlí 2015

Óeirðir hafa áhrif á starf SOS

Óöld hefur staðið yfir í Afríkuríkinu Búrúndí síðan í lok apríl og hefur það haft mikil áhrif á starf SOS Barnaþorpanna í landinu. Átök hófust á götum úti eftir að Pier­re Nkur­unziza, for­seti landsins, ákvað að bjóða sig fram í þriðja sinn en deilt er um hvort hann hafi til þess laga­leg­an rétt. 70 manns hafa látið lífið, 600 manns hafa slasast og yfir ein milljón manna lent í fangelsi. Þá er hundruða saknað og yfir 150 þúsund Búrúnda hafa flúið land.

Samgöngur í nágrenni við höfuðborgina Bujumbura eru lamaðar og fólki gengur erfiðlega að sækja vinnu vegna átaka á götum úti. Þá eru skólar lokaðir ásamt verslunum. Þögult samkomulag um vikulegt tveggja daga hlé á átökunum hefur þó verið virt svo almenningur geti sótt sér mat og aðrar nauðsynjar.

SOS Barnaþorpin starfa á fimm stöðum í Búrúndí, meðal annars í höfuðborginni. SOS skólinn í Bujumbura er lokaður og heilsugæslan einnig. Þá er lítið samband hægt að hafa við skjólstæðinga Fjölskyldueflingar á svæðinu.

Sá hræðilegi atburður átti sér svo stað í Bujumbura þann 22. maí síðastliðinn að ung stúlka sem bjó í SOS Barnaþorpinu á staðnum lést í sprengingu sem tengdist óeirðunum. Stúlkan var stödd á markaði ásamt vinkonu sinni sem bjó í sama barnaþorpi, þegar óþekktir aðilar vörpuðu handsprengjum á markaðinn. Stúlkan var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum en vinkona hennar slasaðist alvarlega.

Handsprengjum var varpað inn á heimili fjölskyldu sem fær aðstoð hjá Fjölskyldueflingu. Fjölskyldufaðirinn lést samstundis en fjögurra ára dóttir hans slasaðist alvarlega. Þá var fimmtán ára stúlku, skjólstæðingi Fjölskyldueflingar, Staðan í SOS Barnaþorpinu í Bujumbura er þrátt fyrir allt ágæt en börn og ungmenni hafa ekki sótt skóla síðan í apríl vegna lokana. SOS leik- og grunnskólakennarar hafa þó sinnt heimakennslu í þorpinu og gera það áfram þangað til óeirðunum lýkur.

Nýlegar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...

Fékkstu símtal frá SOS?
27. feb. 2025 Almennar fréttir

Fékkstu símtal frá SOS?

Nú eru SOS Barnaþorpin á Íslandi að hringja í fólk og óska eftir stuðningi við neyðaraðgerðir samtakanna á Gaza í Palestínu.