Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna 2019
Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna hóf göngu sína í gær, fjórða árið í röð. Þátttakan í ár slær öll fyrri met en í morgun opnuðu rúmlega 3.200 nemendur í 52 grunnskólum landsins fyrsta glugga dagatalsins.
Jóladagatalið er öðruvísi að því leytinu til að í stað þess að börnin opni glugga og fái gjöf eða súkkulaðimola að launum þá leggjum við áherslu á fræðslu og að gefa af okkur. Í hverjum glugga leynist stutt myndband þar sem við fáum að gægjast inn í heim barna frá ýmsum löndum. Nemendur fá tækifæri til að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna sem búa annars staðar, fá að sjá hvað er líkt og hvað er ólíkt og gefst svo kostur á að ræða saman um innihald dagatalsins.
Nemendur geta líka látið gott af sér leiða en samhliða dagatalinu geta þeir unnið létt verk heima fyrir og fengið fyrir það smá aur að launum. Peningurinn sem safnast fer allur í Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu. Það verkefni gefur sárafátækum barnafjölskyldum tækifæri til að standa á eigin fótum til að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra þeirra.
Á meðfylgjandi mynd eru börnin í Vatnsendaskóla sem opnuðu annan glugga jóladagatalsins í dag.
Nýlegar fréttir
SOS blaðið 2024 komið út
SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...