Fréttayfirlit 3. desember 2019

Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna 2019



Börnin í VatnsendaskólaÖðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna hóf göngu sína í gær, fjórða árið í röð. Þátttakan í ár slær öll fyrri met en í morgun opnuðu rúmlega 3.200 nemendur í 52 grunnskólum landsins fyrsta glugga dagatalsins.

Jóladagatalið er öðruvísi að því leytinu til að í stað þess að börnin opni glugga og fái gjöf eða súkkulaðimola að launum þá leggjum við áherslu á fræðslu og að gefa af okkur. Í hverjum glugga leynist stutt myndband þar sem við fáum að gægjast inn í heim barna frá ýmsum löndum. Nemendur fá tækifæri til að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna sem búa annars staðar, fá að sjá hvað er líkt og hvað er ólíkt og gefst svo kostur á að ræða saman um innihald dagatalsins.

Nemendur geta líka látið gott af sér leiða en samhliða dagatalinu geta þeir unnið létt verk heima fyrir og fengið fyrir það smá aur að launum. Peningurinn sem safnast fer allur í Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu. Það verkefni gefur sárafátækum barnafjölskyldum tækifæri til að standa á eigin fótum til að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra þeirra.

Á meðfylgjandi mynd eru börnin í Vatnsendaskóla sem opnuðu annan glugga jóladagatalsins í dag.

Nýlegar fréttir

Ný fjölskylduefling í Úganda
16. júl. 2025 Fjölskylduefling

Ný fjölskylduefling í Úganda

Ný fjölskylduefling er hafin í Úganda sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og styrktarðilum hér á landi, SOS-fjölskylduvinum. Í Úganda hjálpum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt og vinn...

Skólasókn barna í Malaví hefur aukist um 227%
1. júl. 2025 Fjölskylduefling

Skólasókn barna í Malaví hefur aukist um 227%

Fjölskylduefling okkar í Malaví hefur gengið vonum framar og barnafjölskyldur í viðkvæmri stöðu hafa orðið sjálfbjarga í meira mæli en væntingar stóðu til um. Skólasókn barna hefur aukist um 227%. Þet...