Fréttayfirlit 14. nóvember 2022

Nýtt SOS jólakort frá Elsu Nielsen komið í sölu

Nýtt SOS jólakort frá Elsu Nielsen komið í sölu

Nýtt jóla­kort eft­ir Elsu Niel­sen er nú kom­ið í sölu hjá SOS Barna­þorp­un­um á Ís­landi. Nýja kort­ið, Jólaköngull, er það fjórða í jóla­kortaseríu sem Elsa hann­aði fyr­ir SOS og gaf. Jólakort Elsu hafa svo sannarlega fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS undanfarin ár. Fyrri kortin seldust öll upp en tvö þeirra eru nú fáanleg aftur.

Jóla­kort­in eru til sölu í vef­versl­un SOS og á skrif­stof­unni, Hamra­borg 1 í Kópa­vogi. Þau eru seld 10 sam­an í pakka, nýja kortið á kr. 3.500.- en eldri kortin á kr. 3.000.- Áfram verður í boði að kaupa stök kort á skrifstofu SOS í Hamraborg 1. Nýjasta kort Elsu kostar kr 500.- stakt og eldri kortin 400 krónur.

Jólakort Elsu hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá styrktaraðilum SOS undanfarin ár. Jólakort Elsu hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá styrktaraðilum SOS undanfarin ár.

Elsa er Ís­lend­ing­um að góðu kunn, bæði fyrir íþróttaafrek og listsköpun. Hún er marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í badm­int­on og keppti á tvenn­um Ólymp­íu­leik­um, 1992 og 1996. Hún út­skrif­að­ist frá Lista­há­skóla Ís­lands sem graf­ísk­ur hönn­uð­ur árið 1999 og hef­ur hlot­ið fjölda til­nefn­inga og við­ur­kenn­inga fyr­ir sín störf. Hún var m.a. út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Seltjarn­ar­ness árið 2016.

Lista­fólk hef­ur um ára­bil sér­hann­að jóla­kort fyr­ir SOS Barna­þorp­in á Ís­landi og er sala á kort­un­um lið­ur í fjár­öfl­un sam­tak­anna. Í vefverslun SOS er að finna fleiri kort og annan varning til ýmissa gjafatilefna.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...