Fréttayfirlit 6. desember 2016

Nýtt SOS Barnaþorp í Damaskus

Börnin sem eignast heimili í nýja þorpinu eru á öllum aldri en eiga það sameiginlegt að hafa upplifað hörmungar síðustu ár. Börn sem búa við stríðsástand glíma oft við kvíðaraskanir og þunglyndi og því er mikilvægt að þau fái aðstoð við hæfi í barnaþorpinu.

SOS Barnaþorpin eru sem stendur einu hjálparsamtökin í landinu sem gefa munaðarlausum og yfirgefnum börnum, ný heimili og fjölskyldu. Samtökin sinna einnig neyðaraðstoð í Sýrlandi og er áherslan lögð á aðstoð við börn.

SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða nú áhugasömum að gerast Barnaþorpsvinir SOS í Aleppo og Damaskus í Sýrlandi. Mánaðarlegt framlag nýtist þannig til að mæta þörfum og tryggja velferð þeirra barna sem SOS Barnaþorpin hafa tekið að sér í Sýrlandi. Stuðningur Barnaþorpsvina fer í að greiða uppihald, öryggi og velferð barnanna án þess að stuðningurinn sé tengdur við ákveðið barn.

Hér er hægt að gerast barnaþorpsvinur.

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.