Fréttayfirlit 15. nóvember 2021

Nýjasta og síðasta jólakort Elsu komið í sölu

Nýjasta og síðasta jólakort Elsu komið í sölu

Nýtt jólakort eftir Elsu Nielsen er komið í sölu hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Nýja kortið, Júlaknús, er það þriðja og síðasta í jólakortaseríu sem Elsa hannaði fyrir SOS og gaf samtökunum í þágu málefnis þeirra. Elsa hannaði einnig jólakort SOS sl. tvö ár, Jólahjarta og Jólaskór, og seldust þau upp en eru nú fáanleg aftur.

Jólakortin eru til sölu í vefverslun SOS og á skrifstofunni, Hamraborg 1 í Kópavogi. Þau eru seld 10 saman í pakka. Pakkinn með nýja kortinu kostar kr. 2.900.- en pakkinn af eldri kortum Elsu kr. 2.500.- Til stóð að leggja niður jólakortasölu hjá SOS Barnaþorpunum á síðasta ári en þá varð stóraukning í sölu kortanna milli ára og því horfið frá þeirri ákvörðun í bili. 

Jólakort Elsu hafa svo sannarlega fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS. Jólakort Elsu hafa svo sannarlega fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS.

Elsa er Íslendingum að góðu kunn. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og keppti á tvennum Ólympíuleikum, 1992 og 1996. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður árið 1999 og hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir sín störf. Hún var m.a. útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2016.

Listafólk á Íslandi hefur um árabil sérhannað jólakort fyrir SOS Barnaþorpin á Íslandi og er sala á kortunum liður í fjáröflun samtakanna.  Auk jólakorta Elsu eru til sölu eldri jólakort hönnuð af Maríu Möndu, Jóladagur/jólanótt, tíu saman í pakka á kr. 500.-

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...