Nýja SOS-fréttablaðið er komið út

Nýtt fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom út nú í byrjun desember. Blaðinu er dreift til styrktaraðila og er jafnframt aðgengilegt rafrænt hér á heimasíðunni.
Í blaðinu er viðtal við Sólveigu Guðmundsdóttur sem lét draum látins bróður síns rætast með því að styrkja tvö börn í SOS barnaþorpi. SOS sagan er af Kamölu sem bjó á götunni í höfuðborg Nepal þegar hún var þriggja ára. Hún flutti svo í SOS barnaþorp þar sem hún ólst upp og er í dag 27 ára hjúkrunarfræðingur.
Í blaðinu eru einnig frásagnir af SOS-foreldrum á Íslandi, nýjar fréttir af fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu, umfjöllun um fjármál SOS og ýmislegt annað úr starfi samtakanna.
Fréttablað SOS kemur núna út tvisvar á ári, í byrjun maí og byrjun desember.

Nýlegar fréttir

Tímabundin stytting á opnunartíma skrifstofu
Vegna sumarleyfa lokar skrifstofan okkar klukkan 13:00 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 28.-30. júní og klukkan 12:00 föstudaginn 1. júlí. Við minnum á tölvupóstfangið sos@sos.is og er öllum erindum...

68.000 börn og ungmenni á framfæri SOS Barnaþorpanna
Börnum og ungmennum á framfæri SOS Barnaþorpanna fjölgaði um 4% á árinu 2021 frá árinu áður og eru nú um 68 þúsund í beinni umsjá samtakanna um allan heim. SOS hjálpaði alls 1,28 milljónum einstakling...