Nýja jólakortið uppselt
Við viljum þakka styrktaraðilum innilega fyrir frábærar viðtökur við nýjasta jólakorti SOS Barnaþorpanna en það seldist upp nú fyrir helgi. Elsa Nielsen hannaði kortið en flest jólakort SOS eru hönnuð af íslensku listafólki. Þetta er í fyrsta sinn sem nýútgefið jólakort SOS selst strax upp.
Tilboð á 10 kortum saman hafa fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS fyrir þessi jól og það ber ekki á öðru en að hlýlegar og persónulegar jólakveðjur í jólakortum eigi enn upp á pallborðið hjá Íslendingum. Um leið og við þökkum fyrir fyrir þessar frábæru viðtökur minnum við á að fjöldi annarra jólakorta er enn til sölu í vefverslun okkar á sos.is
Nýlegar fréttir
Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...
Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.