Fréttayfirlit 9. desember 2019

Nýja jólakortið uppselt

Jólakort SOSVið viljum þakka styrktaraðilum innilega fyrir frábærar viðtökur við nýjasta jólakorti SOS Barnaþorpanna en það seldist upp nú fyrir helgi. Elsa Nielsen hannaði kortið en flest jólakort SOS eru hönnuð af íslensku listafólki. Þetta er í fyrsta sinn sem nýútgefið jólakort SOS selst strax upp.

Tilboð á 10 kortum saman hafa fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS fyrir þessi jól og það ber ekki á öðru en að hlýlegar og persónulegar jólakveðjur í jólakortum eigi enn upp á pallborðið hjá Íslendingum. Um leið og við þökkum fyrir fyrir þessar frábæru viðtökur minnum við á að fjöldi annarra jólakorta er enn til sölu í vefverslun okkar á sos.is

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...